Dvöl - 01.03.1937, Síða 37

Dvöl - 01.03.1937, Síða 37
D V O L 99 Frúin strauk sig' niður brjóst- in — húslæknirinn — æ — hvað — mikil ósköp — erindið þurfti svo sem ekki að vera neitt ótta- legt — hún hafði hraðann á að komast inn í svefnherbergið, en frammi i ganginum fékk hún hjartslátt. Ó — hún gat ekki hreyft sig — hún var svo óstyrk — og það tor skjálfti um hana — ó — æ — Súsanna, stundi hún — og hallaði sér að dyrastafnum. Og Súsanna kom. • Já, frú — sagði hún aumkun- arlega. Aðgætið þér strax, hvort börn- in mín eru ekki öll í garðinum — það skyldi þó ekki hafa hent þau slys — Drottinn minn, eitt- hvert barnanna minna skyldi nú vera beinbrotið — hvað á ég að halda — hvað er húslæknirinn annars að gera hér á þessum tíma? Börnin yðar eru öll í garðinum, frú — sagði stúlkan og brosti góðlátlega. Ó, Jesús minn, hvað mér létti, stundi frúin. Og nú afklæddi frúin sig fyrir framan stóran spegil. Óvissan um erindi húslæknisins á þessum tíma tafði mikið fyrir henni — helzt hefði hún viljað hlaupa beint til hans, en staða hennar í þjóðfélaginu bannáði henni að sýna sig í öðru en eftirmiðdags- kjól eftir hádegi — og þessvegna varð hún að leggja hart að sér og hafa kjólaskipti, þrátt fyrir hina miklu óvissu, sem í hjarta hennar bjó! Aftur fékk frúin ákafan hjart- slátt—og það þar sem hún stóð á nærfötunum fyrir framan speg- ilinn — og nú gat hún ekki hreyft legg eða lið — og hún hljóðaði upp yfir sig. Og enn kom Súsanna. Súsanna, það eru þó ekki komnar drepsóttir í bæinn — mislingar, rauðir hundar eða þess háttar — aðgætið þér það fyrir mig, góða mín. Eftir drykklanga stund kom stúlkan aftur. Nei, frú, í Morgunblaðinu stendur ekkert um nýjar drep- sóttir, sagði hún sannfærandi. Ó, það var þó gott — jæja, húslæknirinn — hann fer víst að verða búinn með sjússinn, hjálp- ið þér mér, Súsanna — og stúlk- an snerist á hæl í kringum hana. Frú Máni spennti brjóstið út — og gekk teinrétt á fund hús- læknisins. Á leiðinni munaði minnstu að hún missti jafnvægið. Að koma á þessum tíma svona erindisleysu — og hringja ekki — hvað gat annars staðið til —? Var að furða, þó að frúin yrði óstyrk ? Hún strauk niður mjaðmir sér rétt áður en hún opnaði hurðina á betri stofunni. Ó, rnikil skelfing — þar sat

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.