Dvöl - 01.03.1937, Page 38

Dvöl - 01.03.1937, Page 38
100 D V O L læknirinn niðurlútur, ,,sjússinn“ ósnertur og vindillinn óreyktur. Hún tók í sig kjark — og gekk til hans. Húslæknirinn stóð upp. Augu þeirra mættust. Ó, h'vílíkt augnaráð, svo leyndardómsfullt. Sælar — og hann rétti fram höndina — æ, ihöndina — æ, höndina, sem gerði á henni hol- skurðinn forðum — og sem svo oft hafði losað hana við marg- vísleg óþægindi. Sælir — endurgalt hún — Jes- ús minn, hvað maðurinn getur verið rólegur — aðeins að erind- ið sé nú ekkert — ekkert óvana- legt. Gjörið svo vel og setjist, frú Máni — og hann settist á móti henni. Hún skalf eins og hrísla — þetta gerir útaf við mig, hugsaði hún. Það er þungt — svo sárt fyrir mig, að þurfa að flytja yður sorgarfréttina, 'hann lagði hönd sína á hné hennar — svo sárt, hélt hann áfram. Tungan þornaði í munni frú- arinnar og varirnar skorpnuðu. Svo sárt fyrir mig að flytja yður sorgarfréttina — að maður- inn yðar — Hér greio frúin fram í með snöggu ihljóði og sárri stunu. — Svo greÍD hún báðum höndum hendi læknisins. Að maðurinn yðar, Sólon Máni, varð bráðkvaddur í réttarsaln- um um hádegisbilið. Frú Máni öskraði upp yfir sig, greip höndum í hár sitt og reik- aði óstyrk fram á gólfið. Hvað verður nú um mig — um mig og börnin? Eftir htla stund gaf hún frá sér langt og sker- an'di öskur, sem minnti á dýr, er misst hefir bráð sína! Húslæknirinn gekk til hennar og lagði höndina á öxl hennar, þar sem hún stóð örvingluð á gólfinu. Svo sárt, sagði hann. ■ Sólon, stundi hún og hné að barmi hans. Súsanna kom í dyrnar og hjálpaði húslækninum til þess að koma frúnni notaleg'a fyrir á legubekk í næstu stofu. Ó, Jesús minn, hvað ég á bágt — og hvað þetta kemur óvænt, sagði frúin hálf-rænulaus. Svo sárt og óvænt, endurtók læknirinn — hann hélt um úlnlið hennar og taldi æðaslögin. III. Fyrir glugga frúarstofunnar voru tjöldin dregin niður. Fyrsti dagurinn í lífi ekkju- frúarinnar Mey Máni var að kveðia; hann hafði liðið eins og margir aðrir sumardagar í borg- inni, með bláan himin og sól- skin, hitamollu, hávaða og svo- lítið göt.urvk. Börnin höfðu leikið sér hinu- megin við götuna í rifnu görm-

x

Dvöl

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.