Dvöl - 01.03.1937, Side 39
D V O L
101
unum og alþýðukonurnar höfðu
sinnt þeim þennan dag eins og
aðra.
Frú Máni hefir legið rúmföst.
I dag hefir hún ekki séð sól-
skinið úti.
Og svo leið hásumarið.
Þegar frúin klæddist aftur,
klæddist hún í svart, hún varð að
elska sorgina, hún elskaði sorg-
ina, af því að hún fól í skauti
sér minningar um manninn
hennar sáluga, manninn, sem
hún hafði fórnað ást sinni fyrir,
eytt fegurstu árunum af æfi sinni
með — manninum, sem hafði
yfirgefið hana á þenna eftir-
minnilega hátt — skilið hana
eina eftir, með börnin, húsið og
garðinn.
Frú Máni krafðist samúðar
jafnvel af náttúrunni, hún ósk-
aði sífellt eftir rigningu — him-
ininn átti að tárast henni til sam-
lætis, því að sorg hennar var
djúp — hún var voteygð, því að
hún hafði grátið sárt og lengi.
Húslæknirinn 'hafði stundað
hana af alúð — verið henni góð-
ur.
Það var á hallandi sumri, að
húslæknirinn kom í heinisókn,
kom að öllu óvöru — og ekki á
þeim vanalega heimsóknartíma.
Súsanna bauð honum í betri
stofuna og bar honum whisky og
vindla —• og frúin hafði hrað-
ann á að laga sig til — svo geklc
hún með yndislega miúku lát-
þragðj til fúndar við hann, og nú
þekkti hún hann betur — „sjúss-
inn“ var hálfdrukkinn og Hav-
ana-reykbólstrar svifu um loftið.
Augnablikin dýrðleg og sælu-
þrungin endurtóku sig — i loft-
inu svifu þykkir bólstrar af Hav-
ana-reyk, en undir þeim kvikuðu
léttir, bláir reykjarhnoðrar af
Derby-vindlingi frúarinnar.
Og svo kom nóttin — hálf-
rökkursnótt á hallandi sumri —
reykbólstrarnir svifu út um
gluggann og ’eyddust eins og fá-
nýt minning.
Frú Máni fylgdi lækninum til
dyra — hann þrýsti innilega
ihönd hennar, og þögull koss
brann út milli vara þeirra — svo
læddist frú Máni inn. — Yfir
Esjunni ljómaði nýr dagur.
IV.
Frú Máni sat við gluggann í
frúarstofunni, hún horfði yfir
blómagarðinn sinn, jurtirnar
höfðu meðtekið fölva og dapur-
leika haustsins, héðan af mátti
búast. við frosti, næsta nótt gat
því orðið þeirra síðasta.
í hiarta frúariipiar lifðu vonir
og liúf angan af lífinu sjálfu —
þrátt fyrir íhöndfarandi haust
— fyllti brjóst hennar, það var
eins og sorgin hefði flutt ;hana
til, onnað fyrir henni nýjar lífs-
unnsprettur, gefið henni innsæi í
nýja leyndardóma lífstilverunn-
ar, lífið var. brátt fyrir sorgina,
eða öllu heldur — lífið er að
sorginni meðtaldri, dásamlegt,