Dvöl - 01.03.1937, Síða 52

Dvöl - 01.03.1937, Síða 52
m D V O L hann var afburðavakur hestur, ættaður úr Borgarfirði. Það má því segja, að um þess- ar mundir kæmi hingað til bæj- arins hver hesturinn öðrum betri úr Borgarfirði. Samtímis ,,Borg- firðing“ mínum og ,,Hvíting“, átti Sólveig, kona Sigf. Eymunds- sonar jarpskjóttan hest, ,,Brúna“ ættaðan frá Brúnastöðum í Vatnsdal; þann hest tel ég að gæðum líkastan Sólheimatungu- „Grána“, sem ég lýsti hér að framan. Um þessar mundir voru tveir hestar í Vatnsdal, sem mikið orð fór af. Annar þeirra var „Blakk- ur“ Ben. Blöndals í Hvammi, hann var gamm-vakur, hinn hesturinn var „Fálki“ Guðmund- ar Jónassonar í Ási. Þeim hesti reið ég og tel ég hann afburða- hest á öllum gangi. Þegar þessir hestar voru að byrja að slíta barnsskónum, átti Guðmundur í Holti í Svínadal annálaðan gæðing, „Rútsstaða- jarp“, þá kominn á efri ár. Fleiri gæðinga gæti ég nefnt, en býst við að mönnum leiðist sú upp- talning og læt því staðar nema. En það fullyrði ég að leitun muni nú vera á jafnoka þeirra hesta, sem ég hefi hér nefnt, af hverju sem það stafar; um það 'verða sjálfsagt skiptar skoðanir. Ég hefi hér að framan rætt um nokkra skeiðhesta, er rann.ö hafa á vegum „Fáks“ síðustu 14 ár, og fáeina vekringa, sem runnu á hinum svokölluðu Mela- kappreiðum árin 1897—1909. Ef borinn er saman hlaup- tími þessara hesta, sést, að hej^- ar frá Melakappreiðunum hafa betri tíma en þeir hestar, sem runnið hafa síðustu 14 ár hjá „Fák“. Hér er því sýnileg aft- urför hjá skeiðhestunum. Úr því ber að bæta í framtíðinni með bættum kynbótum og betri þjálf- un hestanna, og tel ég víst, að hvorttveggja gæti tekizt, ef vilji og vit færi saman. Ég hefi oft áður ritað um hvað gjöra beri til þess að bæta hesta- kynið og sleppi því nú að ræða um það, en skal hinsvegar ögn minnast á hvað gjöra beri til þess að auka hraða skeiðhesta. Bæði ég og aðrir, sem með hesta hafa farið, hafa haldið dauðahaldi í þá kreddu, að ekki mætti snerta við að ríða hest til skeiðs, fyr en hann væri orðinn full-þroskaður og helzt vel „gef- inn“. Þegar þetta er athugað, sést fljótlega, að hér hefir mér og öðrum skjöplast hrapallega, því að skiljanlegt er, að því fyr, sem byrjað er á að þjálfa hest á þeim gangi, sem ætlazt er til að hann noti mest, því betri verður hann. Það er tilgangslaust að ætla að reyna að gjöra hest ferðmikinn á skeiði, sé hann ekki skeiðlag- inn og hafi nóg skeiðrými. Það þýðir ekki að láta grobbara ljúga því í sig, að hægt sé að ríða hest

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.