Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 55

Dvöl - 01.03.1937, Qupperneq 55
Þ V O L m augum á verkefni sitt, sást lítið andlit, magurt og fölleitt, allt rist djúpum hrukkum, tannlaus, sam- ankipraður munnurinn og nokkrir hárskúfar, er féllu niður á lágt ennið. — Bergur gamli endurtók álit sitt. — Hann fer að snjóa, sagði hann, það verður norðaustanátt, vindskrattinn leggst í öxlina á mér. Gamla konan lagði frá sér kart- öfluílátið og reis upp. — Þá held ég sé nú bezt að setja upp ketilinn, Bergur, sa.gði hún glaðlega. I augum hennar, er enn höfðu ekki tapað öllu sínu forna fjöri, brá fyrir veikum glampa. — Um leið og hún hag- ræddi sprekinu á arninum og blés í glæðurnar, til þess að- endurlífga eldinn, sagði hún, hugsandi um löngu dagana, sem í vændum voru: — Það kemur sér, að við eig- um þó síldartunnuna. — — Veðurspá Bergs rættist ekki að öllu. Snjórinn kom ekki — enn. En í stað hans kom vetrarfrostið, er sigraði hinar skuggalegu bylgj- ur hafsins, lagði á þær fjötra, svo að þær mynduðu brú milli eyjanna. En þegar ísinn var orðinn þykkur og traustur, tók að snjóa. Það snjóaði látlaust, en hægt og hægt, í logni; það var eins og veturinn, voldugur og næstum takmarka- laus, uppi í samanþjöppuðum skýjabólstrunum, léti hvít snjó- kornin síast niður á húsþökin og landið. Fanndyngjurnar stækkuðu jafnt og þétt, þær þöktu byrgða brunnana með hvítu slæðunni, svo að þeir fundustnaumast,þærþöktu götuslóðana í skóginum, og út frá lágu gluggunum á litlu bóndabýl- unum sást einungis hið mjallhvíta yfirborð snjóbreiðunnar, er náði upp að rúðunum. — Fólkið, sem átti heima í eyjunum, er utar lágu, hóf harða baráttu gegn hamförum snjófargsins, er ógnaði því misk- unnarlaust. Brautir voru ruddar um skógana og snjónum mokað frá dyrum og vatnsbólum. En einn daginn kom norðaustan ofsarok, snjónum til hjálpar. Þaó kom eins og ofsafenginn, hálf-óð- ur óvinur, með nýjar snjódyngjur, og settist um lágreist býlin eins og voldugur her, er sezt um varnar- litla borg. Dag eftir dag hvæsti stormurinn við horn húsanna, lamdi utan reykháfana, svo að hrikti og brakaði í þeim, hvein á dyrunum og sáldaði mjöllinni inn um hverja smugu, og það var eins og skógurinn andvarpaði af kvöl- um undan hinum snöggu árásum óveðursins. — Loks komst kyrrð á í tvo daga; fólkið fór aftur að draga andann léttara, það hætti sér út úr lágum híbýlum sínum, þar sem það svaf eins og björn í vetrarhýði, og náttúran virtist í svipinn ætla að láta af harðstjórn sinni. Menn reyndu að afla sér snjóplóga og annara áhalda til þess að ryðja brautir í snjóinn. En norðaustanvindurinn kom aft- ur, ennþá voldugri en nokkru
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76

x

Dvöl

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.