Dvöl - 01.03.1937, Síða 61

Dvöl - 01.03.1937, Síða 61
D V Ö L 123 A víð og dreif Rödd hrópandans. Þeir, sem nokkuð þekkja til menntaskólanáms, eins og því nú er hagað og hefir lengi verið, vita, að það er með þeim ódæm- um, sem alls ekki ættu að við- gangast lengur. Nokkur hreyíing er nú vöknuð á Norðurlöndum til úrbóta og hafa frjálslyndir skólamenn vakið hana. Fyrir nokkrum mánuðum lagði ungur norskur stúdent, Andreas Erik- sen, aðeins 22 ára, ríflegan skerf til þessara mála: Hann gaf út skáldsögu um menntaskólana frá sjónarmiði nemandans — ekki einungis hans sjálfs heldur og ffestra — ef ekki allra, sem ryðja sér veg um þyrnibrautina til stúdentsþrófs. Bókin heitir: „Efter- pá gikk vi hjem“, og hefir hlotið miklu meira lof almennt fundan skildir íhaldssamir menntaskóla- kennarar), en venja er til um byrjendaverk. —• Það er gefið í skyn, að hér sé jafnvel fram komið efni í nýjan Björnson, Ibsen eða Hamson — nýtt slór- menni í norskum bókmenntum! Eldhúsróman! Allir vita, hvað átt er við, þeg- ar talað er um eldhúsrómana — en hitt er ekki alveg áreiðanlegt, hvernig nafnið er tilkomið. E. t. v. lesa eldabuskurnar jafnaðar- legast þá tegund bókmennta — auk margra annara, auðvitað! En hvað um það! í fyrrahaust kom út á sænsku reglulegur „eldhúsróman“. þ. e. a. s. eftir eldabusku. Þessi efnilega elda- buska heitir Sally Salminen, er frá Álandi (eyjaklasa í Eystra- salti), en matseldaði fyrir mil- jónamæring í Bandaríkjunum, þegar hún skrifaði söguna „Ivat- rina“, sem hér um ræðir og fékk fyrstu verðlaun í skáldsagna-verð- launakeppni, sem sænskt félag, (Wahlstöm & Widstrand) efndi til. — Aðalsöguhetjan, Katrina, er fátæk sjómannskona á Álandi, sem berst við ömurlög örlög, fátæktarbasl og ómegð og sýnir frábæran dugnað, sem yíirstígur örðugleikana — alveg eins og vera ber í góðri sögu! Það er óhætt að mæla með þessari bók við allar eldabuskur og annað gott fólk. Eins dauði er annars líf. Árið 1918 var Japönum feng- inn til bráðabirgðarumsjár eyja- klasi nokkur í Suður-Kyrrahafi, sem nefnist einu nafni Micro- nesia, og sem þýða mætti „Smá- lönd“. Fram til þess tíma voru eyjarnar byggðar kynflokki Mal-

x

Dvöl

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.