Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 72

Dvöl - 01.03.1937, Blaðsíða 72
134 D V ö L spennti greipar fyrir aftan hnakka og leit út að glugganum. „Þær eru allra beztu stelpur!" sagði hann. Það fór hrollur um Ashurst, þegar hann sá vin sinn, þar sem hann lá brosandi í rúminu og kertaljósið skein framan í hann. Það var alveg satt! Hann hefði getað legið þarna kaldur og stirð- ur og sólskinsbrosið að eilífu horf- ið af andliti hans! Hann hefði alls ekki getað legið þarna, heldur hvílt sandkafinn á hafsbotni, bíð- andi eftir upprisunni á hinum — efsta degi, eða hvað? Og allt í einu fannst honum brosið á vör- um Hallidays vera eitthvað svo furðulegt, eins og í því fælist all- ur mismunur lífs og dauða! Hann stóð upp og sagði blíðlega: ,,Ég held, að þú ættir nú að fara að sofa. Á ég að slökkva ljósið?“ ,,Ég veit ekki, hvernig ég á að Halliday greip um hönd hans. koma orðum að því; en það hlýt- ur að vera hábölvað að vera dauð- ur. Góða nótt, gamli vinur!“ Ashurst þrýsti hönd hans í geðs- hræringu og fór svo niður stigann. Útidyrnar voru enn opnar, og hann gekk út á flötina fyrir utan. Stjörnurnar blikuðu skært á dökk- bláum himni og í stjörnuljósi öðl- ast sum blóm svo dularfulla lita- dýrð, sem enginn fær lýst. Ashurst þrýsti andlitinu upp að trjágrein; og fyrir lokuðum augum hans reis Megan með litla, brúna hvolpinn í fanginu. ,,Ég var að hugsa um stúlku, sem ég héfði getað — þú veizt. Ég var feginn, að ég skyldi ekki alltaf hafa verið með hugann fastan við hana!“ Hann hnykkti höfðinu frá greininni og tók að ganga fram og aftur í grasinu, eins og grá og óljós vofa, sem varð að manni, gæddum holdi og blóði eitt andartak, þegar hann fór gegnum birtuna frá útiljós- kerinu. Hann var aftur með henni undir hvítu, lifandi blómun- um, lækurinn þvaðraði sem fyr og stálblár vatnsflöturinn glitraði í tunglsljósinu; hann var horfinn aftur til hinna fagnandi kossa á sáklaust andlit hennar og hinnar auðmjúku ástríðu, horfinn aftur inn í eftirvæntingu og fegurð þess- arar liðnu nætur. Hann nam enn staðar í skugga trjánna. Hér er það hafið, sem þú sérð, ekki læk- urinn, sagði rödd Næturinnar; hafið með stunum sínum og öldu- gjálpi; enginn smáfugl, engin ugla, enginn nátthrafn, sem krunkar í fjarska; en það heyrð- ist glamrað á píanó, og hvítu hús- in báru við dökkan himininn, og ilmur blómanna fyllti loftið. Hátt uppi var kveikt ljós í einum glugga gistihússins; hann sá skugga líða yfir tjaldið. Og hinar undarleg- ustu tilfinningar tóku að bærast í brjósti hans, ýmist ein og ein eða. þær tvinnuðust hver í aðra, eins og f jötur hefði verið lagður á vor- ið og ástina, en nú brytust þau fram í tryllingi og stjórnleysi. J
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76

x

Dvöl

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dvöl
https://timarit.is/publication/619

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.