Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Blaðsíða 34
34
ar frá þessu. Og svo, þegar þessir kennarar eru neyddir
til að lilaupa frá skólanum þegar minnst varir, svo peir
eru sjaldan lengur en eitt ár eða tvö, þá getur ekki orðið
mikil festa í þessari kennslu. |>að erlíkahin mesta óregla
og agaleysi í einstöku afþessum skólum, svo að börnin,
sem búin eru að vera í þeim, eru næstum óviðráðanleg
og hafa vanizt á hverskonar ósiði. Kennararnir eru
ýmist menn, sem hafa verið nokkra vetur á latínuskól-
anum og farið þaðan án þess að ná prófi, menn frá
Möðruvallaskólanum, og svoýmsir aðrir, sem fást, ýmist
timburmenn eða búðarmenn; það eru að eins við 3 skól-
ana kandídatar og prestaskólamenn. J>etta er fullkom-
lega hið sarna og var í öðrum löndum seinast á öldinni
sem leið, meðan skólarnir höfðu ekki náð neinni festu,
og fengu litlar fjárframlögur, og menn voru neyddir til
að velja hinn ódýrasta fyrir kennara.
Hið sama liggur því fyrir hjá oss, sem alstaðar
annarstaðar í þeim löndum, sem hafa komið alþýðu-
fræðslunni í fast horf, og það er að veita nægilegt tillag
af opinberu fje til eflingar alþýðumenntuninni, og að
kennurum alþýðuslcólanna sé veitt meiri menntun, en
hingað til hefur verið. Hin síðustu þing hjer hafa að
vísu veitt nokkurn fjárstyrlc til alþýðufræðslunnar, en
hann er svo lítill, að hans gætir eigi, sem skyldi. Sveit-
irnar eiga svo fjarska erfitt með að standa straum af
nokkrum aukaútgjöldum til uppfræðslu börnum sínum,
þær liafa svo rniklar byrðir undir. pað er ómögulegt,
að nokkur fastur, vel niðurskipaður skóli, geti orðið af
svo litlum meðulum, sem sveitirnar hafa ráð yfir.
Kennslan ætti að vera sem ódýrust, eða jafnvel frí;
sveitirnar ættu ekki að þurfa að gjalda kennurum sín-
um önnur laun en fæði, húsnæði, þjónustu og hita,
hitt ætti að gjaldast af almannafje. J>ær þjóðir, sem
hafa komið á þessu fyrirkomnlagi, álíta engu fje betur