Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Blaðsíða 35
35
varið en því, sem lagt er fram til menningar almenn-
ingi. En fjárframlögurnar ltoma að mjög litlum notum,
ef elílii fást góðir og duglegir kennarar til skólanna, því
þar ríður mest á, að þeir sjeu góðir og liaíi fengið æf-
ingu og lærdóm viðeigandi starfi sínu. Yjer þurfum
því nauðsynlega að fá kennaraskóla, svo alþýðuskólinn
þaðan geti fengið góða kennslukrapta. |>að sýnist ann-
ars nokkuð fráleitt, að þeir menn skuli vera valdir til
að kenna börnum, sem enga æíinguliafa haft viðbarna-
kennslu áður, og kannske — eins og mörg dæmi hafa
sjhit — eru óreglumenn. Eigi er þá gætt að því, að
kennarinn á að gera meira, en að kenna börnuin eitt-
hvað tiltekið af kennslugreinum, því er gleymt, að hann
á að uppala barnið að nokkru leyti, laga hugarfar þess
og beina því á liina rjettu stefnu; en sá maður, sem er
alls ókunnur eðli barnanna yíir höfuð og hefur ekki hina
minnstu þekkiugu á líkama og sál þeirra, getur með
engu móti verið fræðandi og uppalandi hinnar ungu
kynslóðar. Engum dettur í hug að veita þeim manni
prestsembætti, sem ekkert hefur lært, já, og það, sem
meira er, ef hest skal temja, er ætíð spurt um, hvort
sá, sem á að gera það, kunni það,hali hann aldrei komið
á hestbak, mundi lionum eigi trúað fyrir hestinum,
eða ef á að venja smalahund, mun ætíð greuslast eptir,
hvort sá sje fjármaður, sem venja áhundinn, liefði hann
aldrei gengið til kinda, mundi sá þykja heimskur mað-
ur, sem fengi hund sinn slíkum manni, að hann vendi
hann. En þegar einliverjum manni eru fengin í hend-
ur svo og svo mörg börn, til þess að hann kenni þeim
hinar nauðsynlegustu kennslugreinir, lagi kennslu sína
eptir þroskastigi hvers eins, sem bezt á við, já og það,
sem meira er, venji, lagi og siði hörnin, og 1 stuttu
uiáli, leggi hollan grundvöll undir allt líf þeirra, þá er
3*