Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Blaðsíða 73
73
við góðri reglu meðal nemendanna, getur naumast veriJi.
góður uppalari, þótt hann að öðru leyti hafi góða kosti
til að bera.
Það lítur svo út, sem sumum kennurum sje það
meðfætt, aðgeta haldið börnum í skefjum, og vanið þau
á reglusemi, en að aðra kennara skorti það aptur með
öllu; þó höfum vjer orðið þess varir, að nálega hverjum
kennara liefur heppnazt, að koma á góðum aga og reglu
hjá börnum sínum, ef hann að eins hefur haft ná-
kvæmar gætur á sjálfum sjer og atferli sínu. pað vill
stundum ganga svo, að þegar kennari vill láta nemend-
urna hafa hljótt um sig, þá æpir hann sjálfur, ber í
borðið og stappar ineð fótunum. Á þennan hátt getur
hann að vísu, ef til vill, komið á kyrð sem snöggvast,
en brátt mun liann aptur þurfa að grípa til sömu ráða,
til þess að geta haldið við þögn og ró hjá sjer, og svona
gengur það í sífellu. |>að getur komið fyrir, þegar
honum sýnist ekkert annað ætla að lirífa, að hann þá
hávær og reiður fari að setja börnunum fyrir sjónir,
hversu óþæg þau sjeu, og fari að bera það undir þau,
hvort þau muni ekki eptir því, að opt hafi hann sagt
þeim, að þau ættu að vera þögul, eptirtektasöm og góð,
siðleg og spök. J>að er ekki svo sjaldgæft, að einhver
af krökkunum fari að hlægja að þessum gauragangi
kennarans og fái svo löðrung fyrir. J>egar svo er kom-
ið, er hætt við að kennarinn verði að athlægi og óvin-
sæll hæði 1 skólanum og utan hans; og ef liann heldur
þessu áfram, mun honum aldrei heppnast að ávinna
sjer virðing, þótt hann tvöfaldi gauragang sinn og há-
vaða. Hvað á þá kennarinn að gjöra í þessum vand-
ræðum ? Vjer svörum lionum því, að liann verði að
gæta þess, sem hjer segir : hann verður að liafa ná-
kvæmar gætur á sjálfum sjer, og forðast allt, sem getur
gjört hann að atlilægi; honum ríður á að reyna að>