Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Blaðsíða 46
46
gengni kæmi nemendunum lil að gleyma peirri virðingu,
sem þeir eiga að sýna kennurum sínum, eða leiddi til
óklýðni við skipanir hans. fað er varla hægt að sjá
fullkomnari skyldurækni en á pessum skólum. Þetta
gladdi mig pví ineira, sem jeg hefi ætíð strítt á móti
peirri skoðun, að stjórn skólanna pyrfti að vera harð-
stjórn, eða pyrfti að líkjast heraga, og að án slíks aga
yrði hvorki hlýðni nje regla við neinn skóla, par sem
ungmenni væru. Enn fremur segir Cygnæus frá, hvernig
forstöðumaður og kennarar kennaraskólans í Wettingen
ásamt fjölskyldum sínum, söfnuðust saman á liverju
sunnudagskvöldi með nomendunum, og hvernig pau
kvöld liðu; ýmist var sungið, haldnir fyrirlestrar, eða
ýmsir sjónleikir haldnir o. m.fl. Til pessara leikja voru
helzt valin efni úr sögu ættjarðarinnar, sem áttu vel við
aldur og stöðu nemendanna, glæddu ættjarðarást peirra
og pjóðernistilfinningu; örfuðu tilfinninguna fyrir sann-
leika, dyggð og sjálfsafneitun, og gjörðu sögukennsluna
enn pá meira lifandi. Allt pað, sem Cygnæus talar
lijer um og var við kennaraskólana í Svisslandi, pað
hefur honum mjög vel tekizt að gróðursetja við kenn-
araskóla Finnlands; já, liann liefur farið lengra, par sem
hann hefur árætt að færa petta líf yfir á hina saman-
settu kennaraskóla á ættjörðu sinni. í hinum saman-
settu kennaraskólum á Finnlandi safnast ailir nemend-
ur, bæði piltar og stúlkur, heimanemendur og hæjar-
nemendur saman hjá forstöðumanni skólans; eru par
ýmsar skemmtanir, ýmist samræður, söngur, hljóðfæra-
sláttur, fyrirlestrar, leikir og upplestur. Auk pess halda
nemendur sameiginlegar söngæfingar einu sinni í viku,
eða menn pá gauga út sjer til skemmtunar sumar og
vetur. Á veturna fara flestir skautaferðir, á skíðum, eða
pá menn renna sjer á sleðum niður hæðirnar. 1 jóla-
leyíinu hjóða lærisveinarnir lærimeyjunum til skauta-
J