Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Blaðsíða 50
50
þjónustu uppeldisins, pað er notað sem menningarmeðal
1 skólanum, jafnframt sem með pví lærist ýmislegt, sem
að miklu gagni getur komið í daglegu lífi. I peim
skólum, sem slöid er innleitt, ' æfast engu síður hinir
líkamlegu kraptar nemendanna, en hinir andlegu; með
pví helzt hið holla jafnvægi milli sálar og líkama, sem
er skilyrði fyrir framförum nemendanna. í slöid er
innifalið ýmislegt trjesmíði, gert eptir teikningum, og
ýmsar aðrar fínar handiðnir. fað var sannarleg unun,
að sjá 7—8 ára gamla drengi vinna í slöid-salnum, peir
söguðu, hefluðu, tegldu, skáru út og negldu, svo spæn-
irnir flugu peim um eyru. Illutir peir, sem drengirnir
gerðu, voru margir og ýmiskonar, samt náttúrlega svo
einfaldir, sem liægt var, helzt nytsamir smáhlutir, eins
og tilgangur peirra er bæði að æfa hönd og huga.
í karlmannadeild kennaraskólans var kennt að
renna trje, járnsmíði, að hinda bursta, riða vandlaupa
og skera út trje; smíðið var gert eptir innlendum og
útlendum fyrirmyndum. Alls konar eldhúsgögn voru
gjörð, vandlaupar riðnir, skæri og ýmisleg önnur
verkfæri voru smíðuð og ýms hljóðfæri, svo sem
fíólín og fl. voru gjörð. Af stærri hlutum voru gjörð
horð, stólar og liúsbúnaður. Á skólasamkomum voru
hlutirnir seldir við uppboð hæstbjóðanda, og verðið fyrir
pá rann inn í sjóð kennaraskólans. Efnið til trje-
smíðisins var yfir höfuð birki, og svo ýmsir útlendir
viðir, svo sem mahogni, vallinottrje og popplar. Kennslu
og eptirlit í verkstöðunum hafði kennarinn í teikningu
og handvinnu, sem sjer til lijálpar hefur tvo verkmeist-
ara, anuan fyrir trjesmiði (træslöid), og hinn fyrir járn-
smíði (jernslöid). Kandídatarnir vinna helzt að smíð-
unum seinni part dagsins og stundum fyrri partinn,
pegar peir purfa ekki að vera á æfingaskólanum. Garð-
yrkjumaðurinn má heimta eins marga nemendur og