Tímarit um uppeldi og menntamál - 01.01.1888, Blaðsíða 78
78
|>egar barnið hefur fengið fyrirgefning á yfirsjón
sinni, parf kennarinn að gæta {ress að sýna pví vin-
semd og alúð, eins og ekkert hefði í skorizt. Margur
kennari mun hugsa þegar svo stendur á: »Góðurinn
minn, þú skalt fá að kenna á afleiðingunum af glappa-
skoti þínu«, og því er hann mislyndur, önugur og tor-
trygginn við barnið. Þetta er hjer um hil undantekn-
ingarlaust næsta skaðlegt. pegar það hefur heppnazt
að leiða barnið á það stig, að samvizka þess, sómatil-
finning og rjettlætistilfinning hafi dæmt það sekt, þá
ætti kennarinn að forðast að bæta steini á hyrðina, en
þvert á móti hughreysta það með gætni og skynsemd.
Yjer höfum reynt það, að hægt hefur verið að fá
spilltustu börn til að sjá að sjer, liafi þau mætt blíðu
og alúðarfullri meðferð. En aptur hefur það komið
fyrir, að hæglát börn og upplagsgóð liafa gjörspilizt af
hörku og tortryggni, sem við þau hefur verið beitt.
Enn fremur ætti kennarinn að haga því svo til,
að allar refsingar færu fram í einrúmi, þegar unnt er,
þar sem hann og sökudólgurinn mætast tveir einir
frammi fyrir guði sínuin. í áheyrn fjelaga sinna er
harnið ófúsara á að játa yfirsjón sína, en þegar það er
hjá kennaranunr einum, og það mun fremur leitast við
að afsaka sig og komast hjá refsingunni. »Ein syndin
hýður annari heim«. pað er svo hætt við, að þegar
góðu börnin verða vör við að eitthvert barn hefur orðið
brotlegt og orðið fyrir þá sök fyrir refsing, að þau þá
sneiði lijá þessu barni, en afleiðingin verði sú, að það
annaðlivort fari að einangrast, svo skaðlegt sem slíkt þó
optast er, eða að það gangi í flokk með hörnum, sem
litlum sóma hafa að týna. Eyrir því ætti vandlega að
varast alla smánarrefsing. Eigi ríður kennaranum síð-
ur á því, að forðast öll smánandi orð, og láta sjer ekki
verða það á, að nefna barnið lieimskingja, bjálfa o. s.
t