Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 20
14
BÚNAÐARRIT
Verðlaunasjóður bændaskólanna.
Eins og getur í síðustu starfsskýrslu veitir Verð-
launasjóður bændaskólanna árlega einum nemanda
frá hvorum bændaskóla verðlaun fyrir bezta verk-
lega og bóklega kunnáttu við burtfararpróf frá skólan-
um. Þessir hafa hlotið verðlaun árin 1945 og 1946:
Frá Bændctskólanum á Hólum:
Björn Erlcndsson, Vatnsleysu, Biskupstungum, Árn.,
árið 1945 .
Frá Bændaskólanum á Hvanneyri:
Þorsteinn Þorsteinsson, yngri, Húsafelli, Borg., ár-
ið 1946.
Verðlaunin hafa verið Ferðabók Eggerts Ólafssonar
og Bjarna Pálssonar, og fylgir hverjum verðlaunum
skírteini áritað af stjórn Búnaðarfélags íslands.
Fjárhagsástæður félagsins.
Hér mun fátt sagt um þetta efni. Reikningar félags-
ins fyrir árin 1945 og 1946 verða lagðir endurskoðaðir
fyrir Búnaðarþingið samhliða og þessi skýrsla verður
afhent. Munu þá verða gefnar skýringar á þeim atrið-
um þeirra, er ástæða þykir til. Reikningarnir verða
síðan prentaðir í Búnaðarþingstíðindum og þess vegna
ekki ástæða til að taka neinar tölur upp úr þeim hér,
enda er ekki enn lokið reikningsuppgjöri fyrir 1946,
svo að heildarniðurstöður þess árs eru ekki kunnar,
þegar ])etta er prentað.
Eins og að líkum lætur hefur verið mjög erfitt þessi
ár að halda fjárhag félagsins í liorfi. Þegar Búnaðar-
þing gekk frá fjárhagsáætlun fyrir þessi tvö siðustu
ár, voru launagreiðslur iniðaðar við þær reglur, sem
gilt höfðu um það áður hjá félaginu. Hinn 1. apríl
1945 gengu hin nýju launalög í gildi. Varð stjórn