Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 22
16
BÚNAÐARRIT
Ferðalög búnaðarmálastjóra.
Ég hef allmikið ferðast í erindum Búnaðarfélags-
ins l)æði þessi ár, sem skýrslan tekur til, ])ótt ég hafi
ekki farið verulegar langferðir.
Vorið 1945, i júnímánuði, fór Búnaðarsamband Suð-
ur-Þingeyinga bændaför vestur og suður um land, allt
austur í Vík í Mýrdal. Um sama leyti fór Búnaðar-
samband Vestfjarða i bændaför norður og austur um
land, allt austur á Fljótsdalshérað. Búnaðarfélag ís-
iands veitti nokkurn styrk til beggja þessara hópferða.
Ég var með í ráðum um allan undirbúning og fyrir-
komulag, enda tók ég beint að mér fararstjórn fyrir
Veslfirðingana.
Bændaför Þingeyinganna hófst 10. júní. Fór ég þá
lil Borgarfjarðar og rnætti hópnum þar. Voru i för
þessari 185 manns, karlar og lconur. Fylgdi ég hópn-
um suður til Reykjavíkur, og var ég 3 daga mcð Þing-
evingum. Þá tók Ragnar Ásgeirsson við fyrir hönd
Búnaðarfélags Islands og fór með þeim um Suður-
landsundirlendið. Ég hélt |)á um hæl norður að Reykj-
um í Hrútafirði og mætti þar Vestfirðingum að kvöldi
hins 15. júní. Voru um 80 manns í þeirri för. Tók ég
þá við fararstjórn og fylgdi þeim allt austur til Reyð-
arfjarðar. Or þessari ferð kom ég 25. júní.
Bæði þessi ár, 1945 og 1946, hef ég farið ýmsar ferð-
ir í erindum Búnaðarfélagsins hingað og þangað. Mætt
á aðalfundum allmargra húnaðarsambanda. Sömu-
leiðis hef ég verið á aðalfundum Stéttarsambands
bænda bæði árin. Á nokkrum fundum hreppabúnaðar-
félaga hef ég mætt svo og annarra félaga varðandi
landbúnað. Þá hef ég nokkuð ferðast bæði árin í erind-
um sandgræðslunnar ásamt sandgræðslustjóra.
Þá hef ég bæði árin farið ferðir með erlendum
gestum, sem hingað hafa komið til að kynna sér land-
búnað.