Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 30
24
B Ú N A Ð A H RI T
varðandi verðlagsmál landbúnaðarvara fyrir árin 1943
og 1944. Það, sem hér verður fram tekið, er i áfram-
haldi af þeirri skýrslu. Miklar breytingar hafa orðið
um skipulag þessara mála tvö síðustu árin, og er því
rétt að skýra það nokkuð.
Aðal-Búnaðarþlng 1945 hafði til meðferðar frum-
var/j til laga um framleiðsluráð landbánaðarins og
verðmiðlun á landbúnaðarvörum, sem milliþinganefnd
Búnaðarþings hafði upphaflega samið. Búnaðarþingið
fól stjórn félagsins að leita álits búnaðarsamhand-
anna um frumvarpið. Strax að afloknu Búnaðarþingi
lét stjórnin semja ýtarlega greinargerð um frumvarp-
ið og framleiðslumál landbúnaðarins almennt. Frum-
varpið, ásamt þessari greinargerð, var sent búnaðar-
samböndunum 8. apríl 1945. Búnaðarsamböndin tóku
öll frumvarpið til meðferðar og sendu álil silt og til-
lögur lil Búnaðarfélags íslands.
Auka-Búnaðarþingið haustið 1945 afgreiddi svo
frumvarpið. Greinargerð stjórnar Búnaðarfélags Is-
lands og frumvarpið, eins og það var endanlega sam-
þykkt, er hvort tveggja prentað í búnaðarþingstíðind-
um frá 1945.
Á stjórnarfundi 10. júlí 1945 ákvað stjórn Bún-
aðarfélagsins að kveðja Búnaðarþing til aukafundar
7. ágúst næstkomandi. Enda hafði aðal-Búnaðarþing
1945 sjálft ákveðið, að auka-Búnaðarþing skyldi koma
saman síðar á því ári.
Um sama leyii beitti stjórn Búnaðarfélagsins sér
fyrir því, að ráðuneytið léti reikna út landbúnaðar-
vísitölu á sama grundvelli og gert hafði verið undan-
farin ár (samkomulag 0 manna nefndar). Féllst land-
húnaðarráðuneytið á, að slíkt skyhli gert. Fram-
kvæmdi Hagstofan útreikning á vísitölu landhúnað-
arins.
í júlímánuði 1945 var vitað, að ríkisstjórnin hefði
í undirbúningi breytingar á afurðasölulöggjöfinni. í
1