Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 40
34
BÚNAÐARRIT
en þá var hún lögð niður, þar sem búnaðarráð
tók við störfum hennar.
2. Veiðimálanefnd. í þessari nefnd hef ég átt sæti
fyrir Búnaðarfélag Islands eins og að undanförnu.
Aðrir nefndarmenn eru Pálmi Hannesson, rektor,
stjórnskipaður, og er hann jafnframt formaður
nefndarinnar, þriðji nefndarmaðurinn er Árni
Friðriksson, forstjóri, tilnefndur af Fiskifélagi
íslands. Ólafur Sigurðsson hefur starfað í sam-
ráði við Veiðimálanefnd að fiskiræktarmálum í
ám og vötnum. Á miðju ári 1946 var dr. Þór Guð-
jónsson skipaður veiðimálastjóri. Hefur nefndin
síðan starfað í samvinnu við hann eftir því sem
lög mæla fyrir um.
3.. Brezk-islenzka matsnefndin (The Anglo-Icelandic
Valuation Commitee). Ég hef átt sæti í þessari
nefnd með sömu mönnum og frá er skýrt í síð-
ustu skýrslu minni. Nefndin hefur aðeins stöku
sinnum komið saman, og má telja, að störfum
þessarar nefndar sé að fullu lokið.
4. Skálholtsnefnd. Landbúnaðarráðherra skipaði í
marz 1945 þriggja manna nefnd til þess að velja
hinum væntanlega bændaskóla Suðurlands stað í
Skálholts landareign. í nefndinni áttu sæti þeir
Guðmundur hreppstjóri Erlendsson á Núpi og
Sigurður bóndi Ágústsson i Birtingaholti. Ég var
þriðji maður og jafnframt skipaður formaður
nefndarinnar. Með samþykki landbúnaðarráð-
herra réði nefndin sér framkvæmdastjóra frá 1.
september 1945 að telja. Það er Hjalti Gestsson,
búfræðikandídat, frá Hæli. Nefndin varð sammála
um, hvar skólinn skyldi reistur. Síðan hefur ver-
ið byrjað á ýmsum framkvæmdum í sambandi
við fyrirhugaðan skóla. Hefur framkvæmdastjór-
inn annazt þær samkvæmt ákvörðun nefndar-
innar. Þar lil má nefna vegagerð og framræslu. Þá