Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 41
BÚNAÐARRIT
35
hefur byggingarefni verið rannsakað, möguleikar
ineð að fá heitt og kalt vatn og ýmislegt fleira.
Nú er húsameistari langt kominn að teikna skóla-
bygginguna. Hefur liann gert það í samráði við
nefndina. Ekki er ástæða til þess að gefa hér frek-
ari skýrslu um störf nefndarinnar, þótt ég teldi
rétt að drepa á það, þar sem ég hef orðið að eyða
nokkrum tíma til þessara nefndarstarfa.
5. Tilraunaráð búfjárræktar. í því átti ég sæti árið
1945. En þá var starfstími þeirra, sem sæti áttu
i ráðinu útrunninn, og var það endurskipað.
Féklc ég mig þá leystan frá því starfi, enda að-
eins bráðabirgðaráðsöfun, að ég tók þar sæti.
6. Fjarskiptanefnd tilraunaráða. í þessari nefnd hef
ég átt sæti ásamt þeim ráðunautunum Pálma Ein-
arssyni og Páli Zóphóníassyni. Um störf þessarar
nefndar vísast til síðustu skýrslu minnar.
7. Nýbyygingarráð. Samkvæmt ósk landlninaðarráð-
herra og með lej'fi og samþykki stjórnar Bún-
aðarfélags íslands tók ég sæti í nýbyggingarráði,
þegar það tók til starfa um miðjan desember
1944. Formaður nýbyggingarráðs er Jóhann Þ.
Jósefsson. Aðrir ráðsmenn voru Einar Olgeirs-
son og Erlendur Þorsteinsson. En i hans stað
starfaði lengst af í ráðinu Óskar Jónsson. Ég
átti sæti í nýbyggingarráði til 1. apríl 1946. Varð
ég þá að láta af störfum þar vegna þess að ég
hafði engan tíma til þess að sinna þvi starfi sam-
hliða öðrum störfum.
8. SamstarfsnefndvitS matvæla-og landbúnaðarstofn-
un hinna sameinuðu þjóða (Food and Agriculture
Organizaion of the United Nations). Ráðuneytið
skipaði þessa nefnd vorið 1946, skyldi hún hafa
samstarf við þessa alþjóðastofnun fyrir Islands
hönd. Nefndin er skipuð þessum mönnum: Árni
G, Eylands, stjórnarráðsfulltrúi, og er hann for-