Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 49
BÚNAÐARRIT
43
skipta svæðum sínum í undirdeildir, sem hafa sjálf-
stæðan rekstur. Búnaðarsamböndin leggja fram nokk-
ur fjárframlög til stofnsjóðsmyndana til vélakaupa.
Annars staðar hafa einstök hreppabúnaðarfélög stað-
'ð að stofnun ræktunarsamhanda.
III. Styrkur samkv. V. lcafla jarðræktarlaga.
Félög og fyrirtæki, sem unnu samkvæmt V. kafla
jarðræktarlaga, voru 11 og höfðu til afnota skurð-
gröfur.
Heildarkostnaður mannvirkja þessara félaga var kr.
551074.38, og var styrkur greiddur á það úr ríltissjóði
að upphæð kr. 183691.46.
Við mælingar og önnur ferðalög var ég í 171 dag.
Hinn tima ársins hef ég unnið að teikningum, áætl-
unum framkvæmda, athugunum vegna ræktunar og
ufgreiðslu á skrifstofunni.
Verkfærakaupasjóður.
Starfsemi verkfærakaupasjóðs hefur haldizt óbreytt.
Veitt var bæði árin sem næst 15% af verði véla og
verkfæra, sem sótt var um styrk á. Árið 1945 bárust
ekki meiri umsóknir, en hægt var að veita þennan
styrk á. En á árinu 1946 liafa verkfærakaup stórfelld-
lega aukizt, svo hvergi nærri var hægt að veita öllum,
er um styrk sóttu.
Veitt hefur verið lir sjóðnum þessi tvö ár:
1945 .................... kr. 123180.00
1946 .................. —1 131702.00
Séreignir hreppahúnaðarfélaga eru þessar:
í árslok 1945 eiga 85 félög ......... kr. 55694.92
í árslok 1946 eiga 64 félög ......... — 42858.32
Þannig er veittur styrkur 1945 á vélar og verkfæri er
kostað hafa kr. 821200.00, en árið 1946 er styrkur
veittur á vélar og verkfæri, er kostað hafa í innkaupi