Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 50
44
B Ú N A Ð A H R I T
878 þús. kr. Við áramótin liggja fyrir umsóknir, sem
ekki var hægt að veita styrk á; á verkfæri, er að inn-
kaupsverði nemur kr. 938117.00, svo ekki hefur verið
hægt að veita nema á tæpan helming þeirra verkfæra,
er styrkumsóknir hafa horizt um. Samkvæmt lögum
ber að greiða til sjóðsins kr. 80 þús. á ári, og er því
ekki að vænta mikils styrks á keypt verkfæri á næsta
ári.
Önnur störf.
Bæði árin hef ég orðið að annast nokkur störf önn-
ur sem standa í sambandi við þau verkefni, sem jarð-
ræktarráðunauturinn hefur með höndum.
í. Tilraunaráð jarðræktar.
Ég hef bæði árin verið í tilraunaráði sem formaður
þess. Unnið hefur verið nokkuð að þvi að undirbúa
hinar nýju tilraunastöðvar ríkisins á Hafursá og Reyk-
hólum. Sigurður Elíasson er ráðinn tilraunastjóri á
Reykhólum og hefur unnið að undirbúningi ræktunar
þar. Nokkrar vélar og verkfæri hafa verið útveguð og
keypt til stöðvanna með tilliti til, að einhver rekstur
geti byrjað á næsta sumri.
2. Verkfæranefnd ríkisins og vélasjóður.
Ég hef bæði árin verið í verkfæranefnd. Störf nefnd-
arinnar hafa vaxið mjög, sérstaklega vegna aukins
rekstrar vélasjóðs.
3. Störfum mínum í Nefnd setuliðsviðskipta lauk á
árinu 1945.
4. Þá hef ég orðið að taka að mér ýmis matsstörf
vegna dómkvaðninga, svo sem mat á landi flugvallar-
ins á Reykjanesi, Engey, Hólmi í Mosfellssveit o. fl.
Störfum mínum sem jarðræktarráðunautur er
þannig háttað, að skýrsla um þau getur ekki gefið,