Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 73
BÚNAÐARRIT
67
skera kornið á réttum tíma, hefði uppskeran orðið um
20 tn. af ha í stað þess, að meðaltalið varð 10—13 tn.
af ha. Sprettutími fyrir bygg varð 126—129 dagar, og
hafrar voru fullþroska eftir 150 daga. Korn það, sem
inn náðist, en það var ekki fyrr en í október og nóv-
ember, var allvel þurrt. Byggið varð gott útsæði, en
hafrarnir greru illa, en voru notaðir til fóðurs.
Kornyrkjan 1946 gekk að óskum, var sáð í jafnstórt
land og árið á undan. Höfrunum var sáð 20. apríl og
bygginu frá 29. apríl til 7. maí. Kornið kom upp með
fyrra móti og hal'ðist vel að. Bygg skreið fyrst í júlí og
var þroskað síðast i ágúst. Hafrar skriðu um 10. júlí
og fullþroska 10,—15. sept. Uppskera hófst síðast í
ágúst, og var nú annað að fást við uppskeruna en árið
á undan. Nú þurfti ekki að slá kornið með sláttuvél
og hinda það með höndunum einum. Sjálfbindisláttu-
vélin var nú notuð með ágætum árangri, sló og hatt
kornið og henti þvi frá sér. í stað 10—12 dagsverka
vinnu á ha. þurfti nú 1—2 dagsverk. Sláttuvél þessi
var dregin af Farmall A dráttarvél og virðist léttur
dráttur fyrir hana. Með því að nota vélina við korn-
yrkju, virðist mér hún svara ágætum arði í öllum með-
alárum og betri, en það verður eins með kornyrkjuna
og aðra framleiðslu, að gömlu aðferðirnar fá ekki stað-
izt með því vinnukaupi, sem nú gerist almennt. Mér
reyndist í haust, að bindigarn á 1 ha. kornlands kost-
aði frá 50—70 kr. eða tæplega lcaup eins verkamanns
í einn dag. Á þeirri kornyrkju, sem var hjá mér í sum-
ar, hefur þessi sjálfbindisláttuvél horgað sig á einu
hausti í sparaðri vinnu.
í vor fékk stöðin ýmis ný afbrigði af byggi og liöfr-
um. Skulu þau helztu nefnd: Frá Færeyjum hafa verið
reynd 2 afbrigði af byggi, Sigurkorn Hojvigs og
Tampakorn. Bæði þessi afbrigði hafa verið reynd i 2
sumur og gefið ágæla uppskeru, einkum það fyrr-
nefnda. Þau þola sérstaklega vel storma og rigningu