Búnaðarrit - 01.01.1947, Blaðsíða 77
BUNAÐARRIT
71
fóðurbæti sama árið og þvi er breylt í tún. Árið eftir
getur það verið eins gott tún eins og engu hefði verið
sáð öðru en grasfræi, aðeins með því að bera heldur
betur á túnið, en slíkt margborgar sig.
Grasfræræktin.
Um grasfræræktina er það að segja, að hún hefur
dregizt saman vegna þess, að erfitt hefur reynzt að
halda grasfræökrunum við, vegna verkafólksskorts.
Árið 1945 voru grasfræakrar stöðvarinnar 1.5 ha ,
og sumt af þessu landi gaf lítið fræ, vegna þess að
akrarnir voru orðnir of gamlir. Uppskera varð um 300
kg hreinsað fræ. Fræið var vel þroskað og greri allvel,
þótt nýting yrði áfallasöm vegna veðurs, sem gerði 18.
sept., en það ódrýgði uppskeruna allmikið. Árið 1946
varð fræframleiðslan afar lítil vegna þess, að mestur
hluti gömlu akranna var plægður upp. Uppskera varð
aðeins um 50 kg, og er það sú minnsta uppskera, er
orðið hefur síðan 1929, en ekki miðað við landstærð,
því að það, sem með fræi var, gaf ágæta uppskeru.
Næsta sumar verða rúmir 2 ha. með grasfræi til þrosk-
unar, og kemst þá fræræktin aftur i það horf, er hún
áður var.
Nýting á því fræi, sem fékkst í sumar, var ágæt.
Fræ það, sem selt var frá tilraunastöðinni 1945 og
1946, reyndist eins og eftirfarandi yfirlit sýnir:
Grnsfræ framleitt áriö 1944.
Tegundir Tala rann- sókn'i Gróhraöi pct Gróinagn pct 1000 frœ g
Hásveifgras 2 60.3 83.9 0.396
Túnvingull 2 57.0 73.0 1.117
Háliðagras 1 63.6 85.2 1.010
Hávingull 1 56.8 62.8 1.860
Mjúlífax .. .. 1 84.0 95.4 4.400