Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 86
80
BÚNAÐARRIT
i sterlingspundum. — Útskipun verður i júlí, ágúst
og september. — íslendingar eiga að sjá um dýralækna
og eftirlitsmenn á ieiðinni út á kostnað UNRRA. —
Hestarnir verða notaðir til landbúnaðarstarfa í Pól-
landi. — UNRRA hefur símað skrifstofu sinni i Lond-
on að senda umboðsmann til Reykjavíkur til að ganga
frá samningum á þessum grundvelli. — UNRRA er
fús lil að kaupa allt að 10000 liross eða meira. — Til
upplýsinga fyrir mig góðfúslega símið hve mikið þið
búizt við að geta afgreitt."
Þann 27. maí var salan staðfest með svohljóðandi
símskeyti:
„Ríkisstjórnin samþykkir sölu til UNRRA á 4000
brossum með þeim skilmálum, sem teknir eru fram
í símskeyti yðar og óskar eftir að fá frest til júníloka
til að ákveða sölu á 4000 hrossum til viðbótar."
Þessa skilmála samþykkti UNRRA samkvæmt sim-
skeyti frá sendiráðinu í Washington dags. 27. maí.
„UNRRA samþykkir, að þér frestið ákvörðun um
sölu 4000 hrossa lil viðbótar. — Þeir hafa símað til
London að flýta samningagerð."
Þann 1. júlí tilkynnir sendiráðið í Washington, að
umboðsmaður UNRRA sc væntanlegur í næstu viku.
Umboðsmaðurinn kom þ. 12. júli og skoðaði hross
víða um landið, en sagðist ekkert umboð liafa til að
gera ráðstafanir um útflutninginn.
Síðan líður mánuður, og fyrst þann 12. jiilí barst
eftirfarandi símskeyti frá sendiráðinu í London:
„UNRRA hefur sent skýrslu skoðunarmanns hross-
anna til Washington og bíður ákvörðunar þar með
nauðsynlegar fjárveitingar. — Hér fram haldið, að
um enga endanlega kaupskuldbindingu sé að ræða,
— og það, að hrossin eru ótamin og óvissa um, hve
margar hryssur fáist, auk kostnaðar við fóðurkaup
á íslandi kunni að gera Washingtonskrifstofuna hik-
andi. — Skilst ráðlegast að reka á eftir Washington.“