Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 89
BÚNAÐARRIT
83
ir fJeiri lirossamarkaðir á vegmn landbúnaðarráðu-
neytisins á þessu hausti.
Þegar samningar tókust milli UNRItA og rikisstjórn-
arinnar um sölu á 2500 hrossum, skuldbatt ríkis-
stjórnin sig til að afhenda fyrsta farm, minnst 1700
hross, þ. 17. sept. s. 1.
Voru þá boðaðir og haldnir markaðir á svæði, sem
hændur höfðu lofað 2080 hrossum á þeim markaðaldri,
sem UNRRA að síðustu setti skilyrði um. Hins vegar
fengust ekki keypt nema 1173 liross, og af þeim urðu
1153 útflutningshæf, og samkvæmt auglýsingum áttu
markaðir að liefjast aftur ]). 25. sept., en tveimur
dögum áður fær fulltrúi UNRRA hér fyrirmæli frá
London um að stöðva kaup. Töldu þeir tilgangslaust
að senda annað skip, þar sem ekki hafði fengizt nema
1153 hross í það fyrsta i stað 1700.
Þann 25. sept. gekkst UNRRA svo inn á að senda
skip þ. 7. okt., en setti jafnframt það skilyrði sam-
kvæmt heimild í samningi, að hrossin slcyldu hafa 10
daga hvíld í Reykjavík fvrir útskipun. Þetta varð ó-
framkvæmanlegt.
Samningur var útrunninn þ. 10. okt., en UNRRA i
Washington hauð skip þ. 25. okt., ef UNRRA í Lond-
on vildi framlengja samninginn. Eftir að sjómanna-
verkfall skall á i Bandaríkjnnum, sem getur tafið
slcipið um ófyrirsjáanlegan tíma, hefur UNRRA í
London verið ófáanleg lil að framlengja samninginn."
Framkvæmd þessara viðskipta var í höndum Sam-
bands islenzkra samvinnufélaga og heildverzlunar
Garðars Gislasonar, sem hafa verið aðal útflytjendur
hrossa fyrr á tímum. Ég vann að þessu fyrir landbún-
aðarráðuneytið með samþykki stjórnar Búnaðarfélags
íslands.
Vegna þessarar hrossasölu voru hrossasýningar