Búnaðarrit - 01.01.1947, Side 98
92
BÚNAÐARRIT
víða svo fáir, að eigi er gott að sjá með vissu, hverju
munar á viðnámsþrótti þeirra gegn mæðiveikinni sam-
anborið við íslenzka féð. Þar, sem kynblendingsærn-
ar eru flestar og elzlar, eins og á Hvítárbakka og
Hvanneyri, hefur þó komið i ljós, að þær drepast
til muna minna úr mæðiveiki en íslenzkar ær á öðrum
bæjum. Því miður er aldursmerking og eftirlit með
Hvítárbakkafénu ekki í svo góðu lagi, að hægt sé að
sýna nákvæmar tölur þessu máli til sönnunar.
Sumarið 1946 skrifaði ég grein í Tímann um slcozk
fjárkyn hér á landi og skýrði þar frá kostum og göll-
um kynblendinganna og gaf leiðbeiningar varðandi
ræktun erlendra kynja.
Innflutningur sauSfjár og tæknifrjóvgun. Sumarið
1945 kom til orða að snúa sér að innflutningi skozkra
fjárkynja til þess að reyna þol kynblendinga af þeim
gegn mæðiveikinni og jafnframt því að atbuga kosti
slíkra kynblendinga að öðru levti samanborið við ís-
lenzkt fé.
Sauðfjársjúkdómanefndin, Búnaðarfélag íslands og
landbúnaðarráðherra, Pétur Magnússon, böfðu áhuga
fyrir þessu máli, og má telja, að ráðherrann hafi lagt
mesta áherzlu á að koma því í framkvæmd. Nokkur
ágreiningur varð um, hvernig framkvæma skyldi inn-
flutninginn. Sumir, þar á meðal ráðherra, vildu lielzt,
að fluttar yrðu nokkrar kindur inn í eyju og þar yrðu
þær einangraðar með íslenzku fé, en sæði tekið úr
hrútunum árlega og flutt í Iand til tæknifrjóvgunar
áa. Ég leit svo á, að æskilegast væri að flytja aðeins
inn sæðið, ef hægt væri að ná árangri með því. Við
athugun á skilyrðum til þess að framkvæma slíkan
innflutning á hrútasæði, kom í Ijós, að erfiðleikar voru
svo miklir, að ekki yrði mikils árangurs að vænta.
Gerði ég þá að tillögu minni, að fluttir yrðu inn nókkr-
ir hrútar af Cheviot-, Svarthöfða- og Border Leicester-
kyni og geymdir í eyju fram yfir fengitima, tekið yrði