Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 100
94
B Ú N A Ð A R R I T
brá svo við, að meiri hluti landbúnaðarnefnda Alþingis
mælti með innflutningnum og yfirdýralæknir var þvi
samþykkur.
Landbúnaðarráðuneytið óskaði því næst eftir að fá
einn af starfsmönnum Búnaðarfélags íslands, Hjört
Eldjárn, lil þess að fara til Skotlands og kaupa hrút-
ana. Búnaðarmálastjóri samþykkti þetta. Þetta var
allt um garð gengið, er ég kom til Reykjavíkur úr
hrútasýningunum í byrjun nóvember.
Hjörtur Eldjárn fór því næst után og keypti 2 hrúta
af Border Leicester kyni, 2 af Svarthöfðakyni og 1
af Cheviotkyni, en 3 Cheviothrúta kom hann einnig
með, sem keyptir höfðu verið vegna sæðisflutning-
anna veturinn 1945—46, og verið höfðu í Skotlandi
sem eign íslenzka rikisins. Alls kom Hjörtur því með
8 hrúta til landsins þann 1. des. 1946. Þeir voru fluttir
í einangrun í Gróttu, þar sein landbúnaðarráðuneytið
hal'ði látið útbúa einangrunarstöð fyrir þá.
Er hrútarnir komu til landsins, voru sumir þeirra
sjúkir af kvilla í klaufum, sem á ensku er kallaður
,,footrot“ og iná nefna fótrot á íslenzku. Sjúkdóm
þennan er auðvelt að lækna. Yfirdýralæknir skoðaði
hrútana, áður en þeir ltomu í land. Ákvað hann, að
þeir yrðu hafðir í einangrun í allt að 3 vikur, áður
en sæði yrði tekið úr þeim lil tæknifrjóvgunar. Á
þeim tíma vann hann að því að lækna kvilla þann,
sem sumir þeirra voru sýktir af.
Þann 17. des. 1946 barst Búnaðarfélagi íslands bréf
frá landbúnaðarráðuneytinu, þar sem lagt var fyrir
að ráði yfirdýralæknis að drepa alla þá 8 hrúta, sem
inn voru fluttir 1. des. ásamt tveimur ám, sem fluttar
höfðu verið út í Gróttu og átti að nota við að ná sæði
úr hrútunum. Kindum þessum var slátrað undir eftir-
liti yfirdýralæknis þann 20. des. og fylgt í öllu fyrir-
mælurn hans þar að lútandi.