Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 102
96
BÚNAÐARRIT
ritað mörg brdf og svarað þeim bréfum, sem til míu
hafa borizt. Flest hafa þau verið um eitthvað varðandi
sauðf j árræktina.
í ársbyrjun 1945 lauk ég við skýrslu um ferð mína
til Bandaríkja Norður-Ameríku. Ég sendi hana til land-
búnaðarráðherra og Búnaðarfél. Islands. Einnig flutti
ég erindi á Búnaðarþingi og skýrði þar frá því helzta,
sem ég lcynntist í þeirri ferð og að gagni mætti verða
fyrir okkur. Enn fremur lét ég forstjóra S. í. S. fá
afrit af skýrslu minni um Ameríkuferðina og ræddi
við hann um nauðsyn á því að auka og endurbæta
ullariðnaðinn hér á landi og að hætta yrði að láta
bændur þvo ullina heima, en i stað þess yrði annað
hvort að vélþvo hana eða flytja hana út óhreina.
Ég heimsótti ullarverksmiðjuna Gefjuni vorið 1945
og ræddi þar við forstjóra hennar, Jónas Þór, og
ullariðnaðarsérfræðing Gefjunar, Sigurð Pálsson, um
ullariðnað og möguleika á því að auka hann og endur-
bæta.
Á aðalfundi Sambands ísl. samvinnufélaga sumarið
1945 flutti ég erindi um ullariðnað. Gerði ég það eftir
ósk Jóns Árnasonar framkvæmdastjóra.
Forstjóri S. í. S., Vilhjálmur Þór, forstjóri Gefjun-
ar, Jónas Þór, og aðrir ráðamenn hjá S. í. S., sem ég
hef rætt þessi mál við, hafa allir sýnt víðsýni, áhuga
og stórhug í þessum málum. Nú hefur verið ákveðið
að stækka og fullkomna Gefjuni til mikilla muna, og
i sambandi við verksmiðjuna verður vélþvegið mikið
af ull.
Aðalsérfræðingur Gefjunar, Sigurður Pálsson, var
sendur utan seint á árinu 1945 til Bandaríkjanna og
Bretlands til þess að kynna sér nýjustu og fullkomn-
ustu tækni í ullariðnaði o. fl.
Má vænta mikilla framfara í þessum málum á næst-
unni til hagsbóta fyrir bændur landsins, ekki sízt
vegna þess, að samvinnumenn hafa hér sem víða ann-