Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 104
98
B Ú N A Ð A R R IT
var 13.94 kg. Síðan 1934 hefur meðal fallþungi dilka
ekki verið lægri en ])etta haust, nema þrjú haust, 1938,
1939 og 1944. Alls var slátrað í sláturhúsum 350966
dilkum, 12351 geldkind og 22204 mylkum ám. Meðal-
fallþungi geldfjár var 24.30 kg, en meðalfallþungi
mylkra áa var 18.97 kg.
Sauðfé í landinu fækkaði um rúm 7 þúsund frá því
1944. Sauðfé alls samkvæmt vorframtali í Búnaðar-
skýrslum 1944 var 538886, en 1945 var það 531655.
Veturinn 1945—46 var fram úr skarandi mildur um
land allt. Fóðureyðsla í sauðfé var með allra minnsta
móti. Fénaður gekk vel undan vetri vorið 1946. Jörð
greri snemma, og sunnanlands var allt vorið ágætt, en
norðanlands gerði mikið kuldakast um 10. júní. Var
snjókoma mikil um allt Norðurland í 4 daga. Olli það
því, að allmörg unglömb fórust og ær geltust.
Allmiklar hríðar gerði um gangnaleytið, en að öðru
leyti var hausttíðin góð. Dilkar voru mun rýrari norð-
an lands en haustið 1945, en vænni sunnanlands. Enn
er ekki hægt að fá upplýsingar um fallþunga sláturfjár
liaustið 1946 hjá Búnaðarráði.
Önnur störf.
Atvinnudeild Háskólans. Auk starfa ininna hjá Bún-
aðarfélagi íslands hef ég verið deildarstjóri Búnaðar-
deildar Atvinnudeildar Háskólans og starfsmaður
hennar sem sérfræðingur í lnifjárrækt.
Hér mun ég ekki gefa ýlarlega skýrslu um störf min
á vegum Búnaðardeildar. Auk hinna ýmsu starfa, sem
ég hef unnið sem deildarstjóri Búnaðardeildar, hef
ég haft þar með höndum rannsókn á viðnámsþrótti
fjárins í gegn mæðiveikinni og yfirstjórn 'fjárræktar-
húsins á Hesti í Borgarfirði, sem er eign Búnaðar-
deildarinnar. Þar hafa verið gerðar ýmsar athuganir
varðandi fjárrækt o. fl.