Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 106
100
BÚ NAÐARRIT
ungis haldnar innan nautgriparæktarfélaga, þar sem
reynsla áranna 1943 og 44 virtist sanna það, að þýð-
ingarlítið eða þýðingarlaust væri að bjóða mönnum
uj>p á sýningar, þar sem ekki væru starfandi félög.
Sýningarnar voru yfirleitt vel sóttar og sums staðar
ága;llega. Alls staðar var að aflokinni sýningu flutt
erindi um sýninguna og nautgriparækt, og yfirleitt
var þeim vel og prýðilega tekið.
A nokkrum stöðum á svæðinu hafa nautgriparækt-
arfélög nú starfað lengi, cnda var nú fjórum naut-
um og 47 kúm veilt fyrstu verðlaun. Eins og menn vita,
vil ég ekki gefa nanti fyrstu vcrðlaun fgrr en é.g sé,
hvernig dætur þess reynast. Naut geta því ekki fengið
fyrslu verðlaun fyrr en þau eru orðin nokkuð gömul.
Kúm vil ég ekki gefa fyrstu verðlaun, nema ég telji
mig nokkurn veginn vissan um, að þær mjólki eða
geti mjólkað upp undir 4000 lítra um árið. Sé um kýr
að ræða af svæðum, þar sem rnjólk er látin á mjóllc-
urbú, og borgað að mestu eftir fitueiningum, vil ég
vita nokkuð um fitumagn mjólkurinnar og geta
vænzt þess, að fullorðna kýrin skili yfir 13000 fitu-
einingum yfir árið, eigi hún að teljast bæf til fyrstu
verðlauna. Á sýningunum á Vestfjörðum mættu hvergi
kýr, sem mjólk var seld úr og borguð eflir fituein-
ingum, enda er mjólkin ekki fitumæld nema í sumum
félögunum þar. Annars er litið að byggja á fitumæling-
um, sem gerðar eru mjög sjaldan. Það er margt, sem
vitað er, að hefur áhrif á og breytir fitumagni mjólk-
urinnar, og þó er vafalaust fleira hér að verki en þekkt
er enn. Reynslan sýnir Ijóslega, að fitumagn mjólk-
urinnar frá degi til dags er mildum mun breytilegra i
okkar kúm en talið er, að það geti verið í öðrum lönd-
um með þeirri meðferð, sem kýr sæta þar, en af hverju
það lcemur er enn óvíst. Þar, sem fitumælingar eru
ekki gerðar i mjólkinni nema þrisvar á ári, hef ég á-
vallt talið, að þær gæfu aðeins bendingu, sem þegar