Búnaðarrit - 01.01.1947, Side 114
108
BÚNAÐARRIT
reyndist í Mýrahreppnum (shr. Búnaðarrit LVIII. ár,
bls. 51). Auðhumla 6 er fædd 3. júlí 1932 og hefur
reynzt svo:
Fóður-
Ártal Biirðar- Nytliæð Fila Fituein- Taða Útliey Voth. bætir
dagur kg •/0 ingar kg kg kg kg
1934 31.5. 1561 4.23 6603 1176 0 175 0
1935 5.5. 2765 4.36 12055 2618 0 1540 0
193G 16.6, 3045 4.38 13337 2387 0 2090 0
1937 20.6. 3087 4.63 14239 1939 0 1848 28
1938 18.6. 2898 4.18 12113 2562 0 1484 48
1939 16.6. 3287 4.40 14462 2247 0 1239 31
1940 19.11. 2188 4.23 9255 2688 0 1806 25
1941 22.11. 3716 4.25 15784 2583 0 3157 67
1942 8.12. 3770 4.60 17372 3021 0 2940 119
1943 ekki 3504 ? ? 2947 119 1022 283
1944 12.2. 3605 4.39 15826 2821 0 714 129
1945 7.3. 3108 4.08 12680 2828 0 1204 147
Ingjaldur hefur verið notaður í kúafárri sveit, enda
eru ekki til undan honum á skýrslu 1945 nema tvær
kýr, sem taldar eru til fullgildra kúa, og fjórar yngri.
í Nautgriparæktarfélagi Fellshrepps eru 28 fullgildar
kýr á skýrslu 1945. I>ær gefa að meðaltali 3134 kg nyt
með 3.88% fitu eða 12146 fitueiningar. Þessar tvær
dætur Ingjalds gefa 3086 kg með 4.42% fitu eða 13640
fitueiningar, og er því sýnilega mikill munur á fit-
unni, því að kvígurnar fjórar hafa líka vel feita mjólk.
Hins vegar er varla enn hægt að fullyrða, að þær hækki
meðalnythæðina, en með tilliti til þess, hve þær eru
ungar má þó ætla, að þær geri svo, er þær fá aldur til
og verða fullþroskaðar.
4. Bætir, eign nautgriparæktarfélags Reykhólasveit-
ar, f. 29. des. 1939 hjá Sigríði Árnadótlur, bónda að
Kluftum í Hrunamannahreppi, rauður, kollóttur. Móð-
ir hans er Ósk 5 á Kluftum, en faðir Gyllir frá Syðra-
Seli. Um reynslu Óskar sjá Búnaðarrit LVIII. árgang.
Undan Bæti eru fáar kýr, enda félagið ungt og skýrslu-
hald i molum. En kvígur undan honum lofa góðu,