Búnaðarrit - 01.01.1947, Side 123
BÚNAÐARRIT
117
færzt til á dóttur eða móður og ársnytin þess vegna
ekki orðið sambærileg.
En þar sem samanburður var mögulegur, hef ég
byrjað hann við næstu áramót eftir fyrsta kálf. Yngstu
kýrnar, sem samanburður er gerður á, eru því að öðr-
um kálfi — eiga hann á samanburðarárinu — og
mjólka því eftir fyrsta og aunan kálf á því almanaks-
ári, sem fyrsti samanburður er tekinn. Annar hópur-
inn mjólkar eftir annan óg þriðja o. s. frv. Saman-
þurðurinn lýtur þannig út:
Dætur Mána Mæður þeirra
Nyt % fita Fituein. Nyt % ílta Fituein.
61 kýr að 1—2 kálfi .. 2840 4.30 12212 2435 3.88 9448
51 Uýr að 2—3 kálfi .. 3139 4.30 13498 2737 3.84 10483
41 lcýr að 3—4 kálfi . . 3442 4.29 14766 2969 3.81 11312
23 kýr að 4—5 kálfi . . 3596 4.25 15283 3296 3.87 12755
9 kýr að 5—6 kálfi ., . 3681 4.20 15460 3139 3.87 11834
2 kýr að 6—7 kálfi . . 3810 4.52 17221 3535 4.22 14918
Ilér er um 187 árssamanburði að ræða, og er munur
á dætrum og mæðrum svo mikill, að undrum sætir.
Ég hygg, að trduðla muni til naut á Norðurlöndum,
sem gefið hefur betri raun. Og lieita má, að Máni
hafi hækkað fitumagn mjólkurinnar hjá öllum dætr-
um sínum. Undan Mána er fjöldi nauta, og hal'a nokk-
ur þeirra þegar sýnt, að þau gefa dætur með háa fitu.
2. Klufti er eign Nautgriparæktarfélags Gnúpverja-
lirepps. Hann er fæddur 21. des. 1936 hjá Guðmundi
sál. Sigurðssyni bónda að Kluftum og er albróðir Mána.
Hann er rauður, kollóttur. Dætur hans 1945 eru 49 i
Gnúpverjahreppnum, en aðeins 27 þeirra teljast full-
gildar í siðustu skýrslu. Þessar 27 fullgildu dætur hans
mjólka að meðaltali 3192 kg með 3.78% fitu og gefa
því 12066 fitueiningar. Meðal fullgilda kýrin i Gnúp-
verjahreppnum mjókar þá 3243 kg með 3.62% fitu
eða 11751 fitueining. Meðaldóttir Klufta hækkar því
fitumagn mjólkurinnar og líklega líka nytliæðina, þvi