Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 124
118
B Ú N A Ð A R R I T
Kluftadæturnar eru yngri í aldri, og eiga eftir að bæta
við sig í nyt, hvað fjöldinn af fullgildu kúnum í
hreppnum á ekki eftir. Annars eru dætur Klufta miklu
misjafnari en dætur Mána, þó að þeir séu albræður.
3. Hrafnkell er eign Nautgriparæktarfélags Gnúp-
verjahrepps. Hann er fæddur hjá Helga Haraldssyni
bónda á Hrafnkelsstöðum 29. sept. 1939. Hrafnkell er
rauður, kollóttur og prýðilega hyggður. Faðir lians er
Máni frá Iíluftum, en móðir Kolla 50 á Hrafnkelsstöð-
um.
Kolla 50 á Hrafnkelsstöðum hefur reynzt svo:
Fóöur-
Burðnr- Nythæð Fita Fituein- Taöa Útliey Votli. bætir
Ártal dagur kg o/o ingar kg kg kg kg
1936 16.10. 700 3.50 2450 770 0 287 49
1937 10.10. 2429 3.90 9473 2324 168 1050 126
1938 5.9. 3273 4.10 13419 2604 0 2247 210
1939 20.9. 3402 3.90 13267 3164 0 1946 0
1940 1.11. 3283 4.15 13624 2912 315 2016 126
1941 13.11. 3640 4.00 14560 3276 0 2156 354
1942 ekki 3168 3.95 12514 3353 0 1890 254
1943 29.1. 4130 4.10 16933 3010 0 1372 536
Undan Hrafnkeli eru til 17 kýr, en af þeim eru að-
eins þrjár taldar fullgildar 1945. Hinar 14 mjólka
hluta úr árinu eftir fyrsta kálf og teljast ófullmjólka.
Þessar þrjár mjólka að meðaltali 3342 kg með 3.96%
fitu og gefa því 13232 fitueiningar, og er það hærra
en meðalkýr í félaginu gefur (sjá undir Klufta). Hér
er að vísu um fáar dætur að ræða, en með hliðhjón
af þvi, að hinar 14 reynast vel og lofa góðu, má vænta
þess, að Hrafnkell reynist Gnúpverjahreppsmönnum
ekki síður en Klufti.
Repp er fæddur 18. jan. 1940 hjá Guðmundi sál. á
Kluftum. Hann er bröndóttur, undan Gullbrá 6 á Kluft-
um og Gylli frá Syðra-Seli. Gullbrá var undan Huppu
og Mána og því undan bróður sínum (bæði Gullbrá
og Máni undan Huppu).