Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 127
BÚNAÐARRIT
121
gæll, hvenær kýrin ber, því hjá flestum vilja kýr, sem
eru í verulegri nyt að haustinu, eins og Klauf er þá vön
að vera, geldast. Sýnir nytin, að henni er þá sýnd um-
hyggja. En það, að hún ber ekki fyrr en í febr.— apríl,
gerir aftur það að verkum, að hún þarf minna fóður
inni en ef hún bæri að haustinu, og svarar innifóðrið til
nytarinnar, því að sumarnytin er mikil, og til hennar
fær hún efnið úti á góðum högum. Undan Klauf er nú
notað naut á Eyrarbakka.
Nautgriparæktarfélögin hafa starfað með líkum
liætti og áður þessi ár, en starfið hefur gengið mis-
jafnlega, og veldur margt. Er á það drepið í síðustu
skýrslu minni, og má segja, að engin breyting hafi þar
á orðið önnur en sú, að nóg er til af vökva til fitu-
mælinga með Höjbergs mæli, en hins vegar hefur
ekki enn heppnast að ná í glös og pípur til hans, og
vantar því víða varahluti, svo að gamlir mælar, sem
til eru, eru lítt nothæfir.
Skýrsla IIT. 'sýnir niðurstöðutölur um það, hvernig
þátttaka hefur verið í félögunum og hvernig meðal-
kýrin hefur reynzt síðastliðin átta ár.
Þegar síðasta skýrsla var samin, vantaði skýrslur
frá noklcrum félögum, og hef ég nú bætt þeim við
árið 1944, og hafa niðurstöðutölur þess árs því breytzt
nokkuð. Eins má búast við að fari nú með árið 1945.
Þetta er skrifað 21. jan. Þá hafa bætzt við 7 skýrslur
frá áramótum, og enn vantar nokkrar. Má vera, að
þær komi, svo að koma megi niðurstöðu þeirra inn í
próförk, en víst er það eklci, en línurnar hef ég auðar,
sem vonir geta staðið til að fylla.
Á einstök atriði úr yfirlitsskýrslunni (III) vil ég
henda, enda þótt þess eigi ekki að vera þörf, þvi að
hún skýrir sig sjálf.
Af henni sést, að þótt talið sé, að fóður kúnna sé
jafnt frá ári til árs, þá er þó á þessum átta árum