Búnaðarrit - 01.01.1947, Síða 140
134
BÚNAÐARRIT
hverju hann stafar, en það er misjöfnu fóðri og mis-
jöfnu eðli, og þarf ekki frekar um það að ræða.
Mjólkurfrámleiðslan hefur enn aukizt á þessum
tveim árum. Bændurnir fullnægja nú betur þörf lcaup-
staðarhúanna fj'rir neyzlumjólk en áður. Burðartími
kúnna, sérstaklega á Flóabússvæðinu, heí'ur dreifzt
jafnar á árið og mjólkurframleiðslan þar með orðið
jafnari. Þó vantar enn mikið á, að búin fái jafnmikla
mjólk á degi hverjum, en að því þarf að keppa, því
að með því verður bæði rekstur búanna ódýrastur,
markaðurinn öruggastur og bezt mætt þörfum og kröf-
um kaupanda. Þessu mega bændur ekki gleyma, og að
því þarf markvisst að stefna hjá hverjum einstökum
bónda að hafa jafna mjólk til sölu á hverjum degi
allt árið.
Innvegið mjólkurmagn í kg til þeirra samtaka, er
selja mjólk, var sem hér segir þessi ár:
1945 194C
Til Flóabúsins 11942613 12945064
— mjólkursaml., Akureyri .... 4853456 5552254
— Borgarnesbúsins 2994004 3307611
— stöðvarinnar í Reykjavík . . 2401486 2802995
— mjólkursaml. á Sauðárlcróki 1105509 1311237
— stöðvarinnar í Hafnarfirði . . 882410 922317
— mjólkurbúsins á ísafirði .... 246420 292918
— kaupfél. Fram, Norðfirði .. . 118331 111599
— mjólkurbúðarinnar, Patreksf. 46907 58650
— Kaupfél. A.-Skaftfellinga .. . 25000 26000
Alls 24616136 27330645
Sæðing eða tæknifrjóvgun. Á undanförnum árum
hef ég nokkrum sinnum bent á það, að farið væri að
frjóvga kýr, án þess að láta þær koma nálægt naut-
inu, og lief þá látið þá von í Ijós, að að því mundi
koma hér hjá okkur, að við þrátt fyrir kúafæð og