Búnaðarrit - 01.01.1947, Side 141
BÚNAÐARRIT
135
slrjálbýli, gætum notað okkur þetta, og þá væri um
leið von til þess að góð naut notuðust betur og kyn-
bætur á kúakyninu gengju fljótar. Nú er þessi draum-
ur að rætast í Eyjafirði. Þar var fyrir nokkrum árum
myndað samband nautgriparæktarfélaganna, og réði
það sér fastan starfsmann — héraðsráðunaut —. All-
ar fitumælingar í mjólkinni úr kúm félagsmanna voru
gerðar af mjólkursamlaginu, og tókst hin bezta sam-
vinna milli sambands nautgriparæktarfélaganna og
stjórnar samlagsins. Mjólkursamlagið rak stórt
svínabú til að koma nokkrum hluta undanrennunnar
í sem bezt verð og liafði í því sambandi byggt miklar
byggingar, sem kallaðar eru Grísaból. Til að tryggja
það, að nautin á félagssvæðinu væru sem bezt, fór
samlagið í samráði við, og eftir bendingu ráðunauts-
ins, að kaupa bezt ættuðu nautkálfana á félags-
svæðinu og ala þá upp á Grísabóli. Iválfa þessa seldi
það svo aftur félögunum, er þau vantaði naut. Ungur
maður, Hjörtur Eldjárn frá Tjörn i Svarfaðardal, er
stundaði háskólanám í búfræði í Englandi, var feng-
inn til þess að læra sérstaklega allt, er viðkemur sæð-
ingu búfjár með það fyrir augum að geta síðar staðið
fyrir sæðingastöð liér. Er Hjörtur svo kom heim að
loknu námi fyrir liðugu ári síðan, var hann ekki ein-
ungis bezt lærður allra hér á landi á þessu sviði, lield-
ur hafði hann þá líka afiað sér verklegrar æfingar í
starl'inu með því að vinna við það í Englandi. Hann
réðist sem starfsmaður til Búnaðarfélags íslands og
vann fyrst um áramótin í fyrra að sæðisflutningi
úr hrútum hingað til lands frá Bretlandi og sæðingu
áa á Suðurlandi og Suðvesturlandi. En að því loknu
var hann lánaður sambandi nautgriparæktarfélag-
anna í Eyjafirði til að koma upp hjá þeim sæðinga-
stöð. Mjólkursamsalan lánaði hús sin á Grísabóli, og
hún lagði til naut, er þar voru, og keypti önnur til við-
bótar. Húsakynni voru aukin og þeim breytt, keypt