Búnaðarrit - 01.01.1947, Síða 145
BÚNAÐARRIT
139
komnir upp og menn séð, hvernig þeir voru, hafa feður
þeirra að jafnaði verið dauðir. Nú eru menn að byrja
að sjá, að slíkt má ekki halda áfram, og með því að
allir sjái og skilji ]>a8, er mikilsverðum áfanga náð.
Honum er elcki náð enn, enn eru það ekki allir, held-
ur margir, en ég vona, að næstu 10 árin láti „margir"
breytast i „allir“. Og ég vona, að það verði líka á næstu
tíu árunum, sem búnaðarsagan getur sagt frá síð-
asta íslenzka bóndanum, sem varð heylaus.
21. jan. 1947.
Páll Zóphóníasson.
Skýrsla
um leiðbeiningar um mjólkurmeðferð.
Störf mín á þessum árum hafa verið svipaðs eðlis
og undanfarin ár, sumpart skriflegar leiðbeiniugar um
mjólkurmál með bréfum eða blaðagreinum, eða munn-
leg fræðsla með viðtölum við ýmsa menn, eða þá með
því, að ég lief mætt á fundum, sem haldnir hafa verið
um mjólkurmál.
Árið 1945.
í. Dvöl á Sauðárkróki.
Eins og fram kemur í starfsskýrslu minni fyrir árin
1943 og 1944, fluttist ég um liaustið 1944 til Sauðár-
króks og tók við stjórn Mjólkursamlags Skagfirðinga.
Var þetta gert samkvæmt ósk Mjólkursamlagsins. —
Þessu starfi hélt ég áfram fyrri hluta ársins 1945,
eða fram til 20. mai það ár. Þá tók hr. Jóhann Sólberg
Þorsteinsson mjólkurfræðingur við stjórn mjólkur-
samlagsins, en hann hafði verið starfsmaður þess frá