Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 148
142
BÚNAÐARRIT
2. Ferðalög.
Dagana 24. jan. til 1. febr. fór ég til Borgarness á-
samt Stefáni Björnssyni til athugunar á framleiðslu-
kostnaði niðursoðinnar mjólkur. í sömu ferð fór ég á
stjórnarfund Sláturfélags Austur-Húnvetninga til við-
ræðna um stofnun mjólkurbúsins. í sams konar er-
indagerðum fór ég til Húsavíkur dagana 14.—19. febr.
og sömuleiðis til Hornafjarðar dagana frá 26. febrúar
til 4. marz i sama lilgangi.
16. marz til 3. apríl fór ég, ásamt ráðunautunum
Pálma Einarssyni og Halldóri Pálssyni á búnaðarnám-
skeið í Eyjafjarðarsýslu og S.-Þingeyjarsýslu. Nám-
skeið voru haldin á 13 stöðum alls. Aðsókn var yfir-
leitt mjög góð, og flutti ég á námskeiðum þessnm er-
indi um mjaltavélar og mjólkurineðferð.
Þann 4. maí fór ég utan til Danmerkur, Svíþjóðar
og Noregs. Festi ég þar kaup á mjólkurvinnsluvélum
til mjólkurbúanna á Blönduósi og Húsavík, eins og áð-
ur segir. Þá sótli ég hina miklu landbúnaðarsýningu
að Sólvöllum við Stokkhólm. Sýning þessi stóð í átta
daga frá 8.—16. júní. í Noregi mætti ég scm fulltrúi
Búnaðarfélags fslands á 50 ára árshátíð hins norska
bændafélags, Norsk Bondelag. Þessi ferð mín til út-
landa var mér einkar gagnleg. Átti ég tal við ýmsa
leiðsögumenn á sviði mjólkuriðnaðarins, heimsótti ótal
mjólkurbú í þessum löndum og sá ýmsar helztu nýj-
ungar, sem nú eru að ryðja sér til rúms. Varð þetta
mér því ómetanleg fróðleiksför.
Þegar heim kom, var bj'ggingu mjólkurbúanna á
Blönduósi og Húsavík vel á veg komið, og fór ég því
tvær ferðir þangað norður til lciðbeininga og eftirlits,
hina fyrri fór ég dagana 17.—24. ágúst, en hina síðari
dagana 23.—26. október.
Dagana 8.—19. desember fór ég ferðalag um Mýra-
og Borgarfjarðarsýslur, ásamt Friðjóni Júlíussyni bú-
fræðikandídat. Var för þessi farin að beiðni stjórnar