Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 149
BÚNAÐARRIT
143
Búnaðarsambands Borgarfjarðar, og tilgangur hennar
\'ar að undirbúa stofnun sambands nautgriparæktarfé-
laga í héraðinu. Fórum við í hvern hrepp á búnaðar-
sambandssvæðinu og héldum fundi, alls um 15 talsins.
3. Önnur störf.
Með því að ég var skipaður í Búnaðarráð, átti ég
sæti á Búnaðarráðsfundi þeim, sem haldinn var um
haustið. Var ég þar kosinn sem varamaður í Verðlags-
nefnd og hef því starfað i henni sem slíkur.
Á árinu 1945 kaus stjórn Búnaðarfélags íslands mig
í nefnd lil þess að gera tillögur um byggingu útihúsa.
Nefnd þessi hefur starfað allmikið á þessu ári, og hef
ég vitanlega tekið þátt í störfum hennar. Formaður
nefndarinnar er Bjarni Ásgeirsson, form. Búnaðarfé-
lagsins.
Þá hefur búnaðarmálastjóri falið mér að starfa að
undirbúningi hinnar væntanlegu landbúnaðarsýning-
ar, er halda á hér næsta vor. Hef ég nú í næstum einn
mánuð aðstoðað framkvæmdastjóra hennar, hr. Krist-
jón Kristjónsson, við ýmsan undirbúning.
Þá hef ég, eins og undanfarin ár, haft talsverð bréfa-
viðskipti við ýmsa menn, aðstoðað búnaðarmálastjóra
og stjórn Búnaðarfélags íslands við lausn mála, er
snert hafa mitt verksvið, skrifað greinar um mjólkur-
mál í blöð og tímarit og unnið við ýmis störf, er bún-
aðarmálasjóri hefur falið mér.
Reykjavik, 21. des. 1947.
Sveinn Tryggvason.