Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 156
150
BÚNAÐARRIT
tveggja ára frá 1. seplember. Skvldi aðalverkefni mitt
vera að hafa með höndum sæðingu búfjár í samráði
við búfjárræktarráðunauta Búnaðarfélagsins. Einnig
var svo ráð fyrir gert, að ég skyldi starfa að öðrum
verkum á sviði búfjárræktar fyrir Búnaðarfélagið eftir
þörfum og samkomulagi.
Um fimm vikna tíma frá miðjum september það
haust mætti ég fyrir hönd Búnaðarfélagsins á hrúta-
svningum, þar sem sauðfjárræktarráðunautur gat ekki
mætt sjálfur, en það var í báðum ísafjarðarsýslum og
Barðastrandarsýslu. Hefur skýrsla mín um sýningarn-
ar verið birt í Búnaðarritinu 1946.
Um miðjan nóvember 1945 var ákveðið að gera til-
raun um innflutning sauðfjár með sæði fluttu loft-
leiðis frá Skotlandi. Var mér falið að annast þær fram-
kvæmdir fyrir Búnaðarfélagið. Fór ég í þeim erindum
til Bretlands, þar sem ég dvaldi um mánaðartíma við
undirbúning þeirra framkvæmda.
Á tímabilinu frá 20. des. 1945 til 6. jan. 1946 komu
til landsins 6 sæðissendingar frá Skotlandi, og voru
með því sæddar riimlega 600 ær í Borgarfirði og Ár-
nessýslu. Hluta af þeim ám sæddi hr. Sigurður Eyj-
ólfsson frá Fiskilæk í Borgarfirði. Skýrsla mín um
þetta efni birtist i marzhefti Freys 1946.
Árangur þessarar tilraunar varð sá, að tæplega 90
kynblendingslömh fæddust, aðallega í Borgarfirði.
Voru þau öll sett á, og eru nú á bæjum víðsvegar um
Borgarfjörð, flest á tilraunabúinu að Hesti.
f Bretlandsferð minni keypti ég einnig tæki til sæð-
ingastöðvar fyrir nautgripi, sem ákveðið hafði verið
að stofna á heppilegum stað hérlendis. Tilgangur
]>eirrar ákvörðunar var að fá úr Jjví skorið með reynsl-
unni, hvort unnt yrði að reka slíka stofnun við islenzka
staðliætti.
Það varð úr, að stöð Jæssari var valinn staður á
Akureyri, og skyldi hún starfa á vegum S.N.E.