Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 160
154
BÚNAÐARRIT
minni um sig en gömlu formin voru, innheft í þykk
spjökl, þannig aö safnað er i eina heild efnahagsyfir-
liti, vinnuskýrslu, dagbók og mjólkurlista, svo og við-
skiptareikningum. Vænti ég þess, að þessi form þyki
betri í meðförum og notkun en liin eldri, en sjálft
reikningsformið er óbreytt. Páll Hafstað landbúnaðar-
kandídat aðstoðaði mig við prófarkalestur og annað,
er snerti prentun formanna.
Hvanneyri, 31. des. 1946.
Guðm. Jónsson.
Starfsskýrsla fiskiræktarráðunauts.
Starfsemi mín í þágu fiskiræktarinnar hefur verið
svipuð og undanfarin ár: Ferðalög um þau svæði, þar
sem iíkur voru fyrir, að hægt væri að stofna fiskirækt-
ar- og veiðifélög, að sinna óskum eldri félaga um ýms-
ar leiðbeiningar, að svara bréfum og í sima, sem ég geri
mest heima. Þá hef ég flutt nokkur erindi.
Árið 1945.
13. febr. fór ég suður. Höfðum við Guðm. frá Mið-
dal verið dómkvaddir til að skera úr um sjávarveiði
við Leirvogsá.
Búnaðarþing stóð þá yfir, og hafði ég tækifæri til
að hitta þingfulltrúana. Veiðimálanefnd hélt fund, og
var ég á honum. Þá mætti ég á fundi hjá bæjariitgerð
Hafnarfjarðar til að ræða um Kleifarvatn og tilraunir
um ræktun þess. Heim kom ég 8. marz.
Heima vann ég að því að boða til fundar í Skaga-
firði um stofnun fiskiræktarfélags við Héraðsvötnin
og þær bergvatnsár, sem í þau renna. En þessi félags-
viðleitni var því miður eyðilögð i bili.