Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 162
156
BÚNAÐARRIT
3. júlí var ég sendur af veiðimálanefnd austur að
Egilsstöðum til móts við laxveiðimenn, sem þar voru
staddir í samningsumleitunum um fiskirækt og lax-
veiði í Lagarfljóti. Var hugmyndin að gera stórfellda
tilraun um ræktun vatnahverfis Lagarfljóts.
Þangað kom ég að kvöldi 5. júlí. Daginn ei'tir var ég
á fundi með veiðimönnum og hluta úr stjórn Búnað-
arsambands Austurlands.
Var þar ákveðið, að ég færi til Vopnafjarðar og leit-
aði eftir um leigu á ánum þar, með það fyrir augum
að nota þær til undirstöðu við ræktun vatnahverfis
Lagarfljóts.
8. júlí fór ég upp að Möðrudal og þaðan til Vopna-
fjarðar. Þar ferðaðist ég milli veiðieigenda og áhrifa-
manna, og var þeirra hugur nokkuð á einn veg.
Á Ljótsstöðum skoðaði ég og mældi klaklind, sömu-
leiðis möguleika á að ná lækjarvatni í klakhúsið, ef
byggt yrði. Frá Vopnafirði fór ég með Austfjarða-
bátnum til Akureyrar og kom heim 15. júlí.
24. júlí fór ég norður að Fnjóská eftir ósk Mr.
Fortescue. Vildi hann, að ég athugaði, livað hægt væri
að gera lil þess, að ekki yrði töf á göngu fisksins upp
að sjálfum fiskveginum. Var ég við Fnjóská í nokkra
daga við þessar og fleiri athuganir með þessum enska
herra. 29. var ég á aðalfundi veiðifélags Fnjóskár. Kom
heim 1. ágúst.
Stjórn veiðifélagsins við Rangá óskaði eftir, að ég
skoðaði Ytri-Rangá ofan við Árbæjarfoss. Ég fór j)ví
suður i se])tember og var í nokkra daga þar á ferða-
lagi. Félagið var í undirbúningi með að byggja klak-
hús við Eystri-Rangá, og ákvað ég því stað. Þá var ég
á fjölmennum félagsfundi veiðifélagsins við Rangá.
Síðar sendi ég stjórninni skýrslu um ferð mína upp
með Ytri-Rangá. Einnig skrifaði ég Nýbyggingarráði
um það, hve æskilegt það væri að það beitti sér fyrir
fiskirækt i áður fiskilausum árhlutum, öðrum á Norð-