Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 164
158
BÚNAÐARRIT
hafði strandað fyrir nokkrum árum. Átti ég tal við
ýmsa góða menn á Akureyri um að ýta undir stofnun
félags við Eyjafjarðará. Hef ég nokkra von um, að fé-
lagsskapur komist þar á fljótlega.
4. sept. fór ég suður til Reykjavíkur og gat hitt
ýmsa veiðieigendur á leiðinni, þar sem ég var í eigin
bíl. Er það mikill munur, hve betur notast ferðalög til
leiðbeininga með þeim hætti. Hef ég því miður orðið
að ferðast að mestu leyti með langferðabílum í þau
16 ár, sem ég hef haft leiðbeiningar á hendi um fiski-
rækt og friðun.
11. sept. fór ég yfir Kaldadal að Húsafelli. Höfðu
bændurnir þar og í Kalmanstungu beðið mig að koma
upp eftir og skoða Norðlingafljót og svo, hvort gera
mætti Barnafoss gengan fiski. Daginn eftir fékk ég
lánaða hesta og fylgd með mér, Þorstein hónda á Húsa-
felli og Kristófer í Kalmanstungu. Eftir að hafa skoðað
Norðlingafljót og Barnafoss, einnig möguleika á því að
koma Norðiingafljóti í farveg Litlafljóts, skrifaði ég
nokkrum bændum á svæðinu og veiðieigendum niður
með Hvítá, um þær niðurstöður, sem ég hafði komizt
að.
5. nóv. fór ég enn suður til Rvikur. Þurfti ég ýmis-
legt að gera viðkomandi starfi mínu, þar sem ekki
er enn fullráðið, hvernig því verður hagað.
Hellulandi í des. 194G.
Ólafur Sigurfisson.
Skýrsla sandgræðslustjóra.
I.
Árið 1945 byrjaði sandgræðsluvinnan með því að
þreskja melfræi, sem safnað var haustið 1944. Það var
gert í aprílmánuði.