Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 166
160
BÚNAÐARRIT
II.
Árið 1946 var verkum sandgræðslunnar liagað líkt
og árið áður, byrjað á að þreskja melfræinu, þá gert
að girðingum og unnið að sáningu og voryrkju í Gunn-
arsholti.
28. maí fór ég vestur til Patreksfjarðar til þess að
athuga sandfok á löndum Kvígindisdals, Sauðlauksdals
og Hvalskers í Rauðasandshreppi. Kvígindisdalur lá
undir eyðileggingu af sandfoki, sandur hafði fokið á
túnið og heim að bæ. Mældi ég fyrir sandgræðslugirð-
ingu frá sjó hjá Kvígindisdal, þar yfir fjallið til Sauð-
Iauksdals og yfir dalinn, þá yfir Múlann og meðfram
sjó allt til Hvalskers og þar í bryggjur. Eftir það gerði
ég lauslegar áætlanir um byrjunar girðingarkostnað
og ræddi við ábúendur jarðanna og gerði drög til samn-
inga við þá.
31. maí l'ór ég Kleifaheiði til Haga á Barðaströnd og
Brjánslækjar og þaðan með mótorbát til Stykkishólms.
Þaðan svo næsta dag með vörubíl til Reykjavíkur.
Þegar suður kom, ieitaði ég eftir samþykki stjórnar-
ráðsins fyrir sandgræðsluframkvæmdum á nefndum
jörðum, og þegar það var fengið, útvegaði ég girðing-
arefni þangað vestur og sendi það 10. júní til Pat-
reksfjarðar og mann til jjess að sjá um verkið. Að girð-
ingunni var unnið i júní og júlí.
lí). júní fór ég norður um land til þess að skoða
sandgræðslugirðingar og sandfokssvæði í Mývatns-
sveit, Kelduhverfi og Öxarfirði. Eftir að hafa gert þar
þær ráðstafanir, sem nauðsynlegar voru, fór ég aftur
til Reykjavíkur, en dvaldi þar ekkert. Næst fór ég til
manna, sem voru við vinnu i sandgræðslugirðingu hjá
Hlíðarenda í Ölfusi.
Éftir það fór ég að Kaldaðarnesi til þess að koma á-
fram sandgræðslugirðingu um sandfokssvæði þar. Að
því loknu fór ég austur í Landssveit til þess að Hta