Búnaðarrit - 01.01.1947, Side 168
162
BÚNAÐARRIT
hennar eign. ÁrsmaSur er þar til eftirlits og annast
húiS.
19. september fór ég vestur til önundarfjarðar til
þess aS lcoma upp sandgræSslugirSingu þar á landi
þriggja jarSa, þær eru: Holt, ÞórustaSir og HjarSar-
dálur, allar í Mosvallahreppi. GirSingin var fullgerð í
haust.
í sumar voru gerðrar 4 girSingar á löndum 8 bæja,
og var samanlögS lengd þeirra 22 km, en landstærS
ea. 800 ha. Auk þess voru gerSir upp 8 km í gömlum
girSingum.
GróSur sandgræSslugirSinganna vex meS hverju ári,
senr líSur, enda er sáS i þau svæSi, sem gróSurlaus eru,
og svæSin friSuS svo vel sem hægt er. Margar sand-
græSslugirSingar eru algerlega friSaSar, — en sums
staSar eru menn tómlátir viS vörnina og jafnvel hrot-
legir í því að beita sandgræSslusvæSin, helzt aS haust-
inu og á vetrum. Reynt er aS halda girSingunum svo
vel viS sem hægt er, en þær eru margar (ca. 50) og
örSugt aS vita, hvaS þcim öllum líSur. T. d. er nú
girSing, sem er milli Hemlu og Aurasels í V.-Land-
eyjum, opin, af því aS í sumar var vatnið tekiS úr
Þverá og því veitl á Markarfljót, en áSur var áin not-
uS til varnar, þ. e. girt í hana hjá Hemlu og Auraseli.
Á næsta vori verSur sennilega aS loka meS því aS girSa
milli girSingarendanna viS Þverárfarveginn.
Samþykkt hefur veriS aS veila styrk til sandgræSslu-
girSingar um sandsvæði við sjó í löndum Loftsstaða,
Ragnheiðarstaða og Fljótshóla í Gaulverjabæjarhreppi.
Fimm bændur standa að þessu verki, og hefur þeim
ekki unnizt tóm til þess að gera girðinguna, en full-
gera liana sennilega á næsta vori.
III.
í nokkrum sveitum landsins eru enn þá sandfoks-
svæSi, sem þörf er á aS girða sem fyrst. Kemur mér