Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 170
164
BUNAÐARRIT
saman við aðrar stofnanir, sein reknar hafa verið fyrir
fé úr rfkissjóði á þessum árum. Mun sandgræðslan þó
hafa haft erfiðari aðstæðu til verklegra framkvæmda
vegna þeirra staðhátta, sem hún á við að búa, og oft-
ast minni fjárframlög úr ríkissjóði, færri starfsmenn
og þrengri aðbúnað heldur en t. d. skógræktin ,sem
vinnur i líka ált, — en þó laus við alla verstu ann-
marka, sem sandgræðslan liefur við að stríða.
Það skal telcið fram, að sandgræðslusvæðin hafa
ekki enn þá verið öll mæld upp og kortlögð, getur því
einhverju litlu munað á þeim tölum, sem hér eru
nefndar. Breytingar hafa líka verið gerðar á sumum
girðingunum, sumar minnkaðar, aðrar stækkaðar, —
þetta ber því að skoða sem það réttasta, sem liægt er
að telja eftir þeim gögnum, sem nú eru fyrir hendi.
Yfirstandandi ár er ekki tekið með í þessu yfirliti,
enda reikningar fyrir það ekki fullgerðir.
30. des. 1946.
Gunnl. Kristmnndsson.
Skýrsla um ráðningastofu landbúnaðarins
1945 og 1946.
Búnaðarfélag íslands hefur tvö s. 1. ár haft opna
ráðningastofu fyrir landbiínaðinn frá þvi á útmánuð-
uðum og nokkuð fram á sumar. Hefur hún bæði ár-
in verið í sambandi við Vinnumiðlunarskrifstofuna í
Reykjavik i Alþýðuhúsinu á Hverfisgötu 8—10 og
starfsmenn hennar hinir sömu, sem um getur í skýrslu
undirritaðs, sem birt er með öðrum starfsskýrslum
Búnaðarfélagsins í ritinu „Til Búnaðarþings 1945“.
Um tilgang ráðningastofunnar má vísa til þess, sem