Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 176
170
BÚNAÐARRIT
Samningar um kaup og kjör gerast flestir utan
ráðningastofunnar, svo að henni er ekki fullkunnugt
um kaupgjaldið, en það mun nærri meðallagi, að fyrra
árið liafi kaupgjald karla verið frá kr. 275.00 til kr.
325.00 á viku og kvenna frá kr. 175.00 til kr. 200.00,
en síðara árið kr. 350.00—400.00 og kr. 175.00—225.00.
Með hverju ári, sem líður, kemur það greinilegar
fram, að kaupafólk vill lítinn mun gera á kaupgjaldi,
livort sem um er að ræða annars vegar vor- og haust-
vinnu og hins vegar heyskapartímann, og unglingar
yfir 10 ára aldur vilja hafa því nær sama kaup og
fullorðnir. Þegar líður að slætli eða hann byrjaður,
hækka jafnan kaupkröfurnar, og er þá ekkert slakað
til, þótt um sé að ræða kaupavinnu fram yfir sláttarlok.
Greinargerðin hér að framan varðar einungis inn-
lent verkafólk, en bæði órin var einnig um erlent
verkafólk að ræða. Fyrra árið voru það eingöngu
Færeyingar, en aðaliega Danir síðara árið og þó einnig
fáeinir aðrir Norðurlandabúar — og Skotar.
Snemma á árinu 1945 leitaðist B. I fyrir um útvegun
Færeyinga til kaupavinnu yfir mesta annatíma sum-
arsins, og eftir þeim undirtektum, er þetta fékk lieima
fyrir í Færeyjum, átti ráðningastofan von á, að koma
mundu til hennar um 80 færeyskir kaupamenn. Þetta
var tilkynnt bændum, áður en ráðningastofan tók til
starfa, og bárust benni fijótlega beiðnir um milli 110 og
120 Færeyinga og fleiri þó, en þá var hætt að skrá
beiðnirnir, þar sem engin von var um að geta orðið
við þeim. Þó var gerð tilraun til að útvega fleiri en
í fyrstu var um samið. Þetta bar þó engan árang-
ur, og af þeim 80, sem félagið taldi sig hafa loforð
fyrir, — og um kaupgjaldið var enginn ágreiningur
—, gáfu sig fram við ráðningastofuna aðeins 37 Fær-
eyingar, að meðtöldum 5, sem líomu upp til Austfjarða
og ráðstafað var þaðan til Norðurlands.