Búnaðarrit - 01.01.1947, Page 178
172
BÚNAÐARRIT
ráðnir til bænda hér yfir sumarið. Nokkrar fyrir-
spurnir sama efnis bárust félaginu einnig í vor frá
Noregi (6) og frá Svíþjóð (2). Auk þess, sem hér er
talið, bárust síðar nokkrar fyrirspurnir — mest frá
Danmörku — um atvinnu hér við sveitastörf.
Þegar sýnt þótti, þegar í janúar, að um töluvert
framboð af þessu tagi yrði að ræða, sendi Búnaðarfé-
lagið, í samráði við Iandbúnaðarráðuneytið, útvarps-
tilkynningu til bænda um þetta vinnuframboð og ósk-
aði þess, að þeir bændur gæfu sig fram þá þegar, sem
óskuðu að ráða til sín erlent verkafólk yfir sumarið,
lengur eða skemur. Árangur af þessu varð sá, að á
tiltölulega skömmum tíma bárust félaginu óskir frá
bændum úr flestum sýslum landsins, alls 139 bænd-
ur, er báðu samtals um 92 karla og 93 lconur, allt frá
2 mán. upp í ár. Var þar með sýnt, að ekki stóð á
bændum að taka þetta fólk í vinnu, og var þá með bréfi
dags. 15. apríl, í framhaldi af endurteknum viðræð-
um, leitað leyfis stjórnarvalda til þess að ráða fólkið,
og 23. apríl barst Búnaðarfélaginu bréf frá landbún-
aðarráðuneytinu, dags. 17. s. m„ þar sem það tjáir fé-
laginu, að það fallizt á að veita landvistarleyfi handa
150 manns, er ráðið verði hingað til landbúnaðar-
starfa næstkomandi sumar“, og eru landvistarleyfin
„bundin við það, að viðkomandi vinni að landbúnaði“,
og þurfi þá ekki sérstök atvinnuleyfi handa þessu
verkafólki, el' það ræðst til landbúnaðarstarfa tvo
mánuði eða lengur.
Að fengnu þessu leyfi tilkynnti ráðningastofan hlut-
aðeigandi verkafólki, að sömu leiðum og fyrirspurnir
þess voru komnar, að það gæti fengið hér atvinnu í
sveit gegn eftirgreindum skilyrðum:
1. Að æskilegt sé, að það komi sem allra fyrst og
helzt eigi síðar en í byrjun júnímánaðar.
2. Að kaupgjald karla sé ákveðið allt að ísl. kr. 800
á mánuði, enda séu þeir fullvinnandi og gegni