Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 33
MORG-UNN
27
aðt’ir, að þeir standa betur að vígi að veita skeytum okk-
ar viðtöku.
Svo að innblásturinn hefir víðtækari merkingu og
er mikið notaður. Spámenn fornaldarinnar — og spá-
menn nútímans — hafa fengið fræðslu frá okkur sam-
kvæmt hæfileikum sínum. Sumir hafa getað heyrt til
okkar, sumir séð okkur. Aðrir hafa orðið fyrir áhrifum
á hug sinn.
Við notum þessar aðferðir og aðrar aðferðir, og allar
í sama skyni: til þess að gefa mönnum bendingar um
þær leiðir, sem þeir eigi að halda og hvernig þeir eigi
að haga lífi sinu, til þess að þóknast guði, eftir því sem
okkur auðnast að skilja vilja hans frá þessum æðri
sviðum.
Ráðagerðir okkar eru ekki fullkomnar né óskeikular.
En þær leiða þá aldrei afvega, sem leita þeirra af góðum
hug, með miklum bænum og af miklum kærleika. Bæn-
irnar og kærleikurinn eru guðs eðlis, og mikinn fögnuð
veitir hvorttveggja okkur, samþjónum mannanna.
Og við þurfum ekki að hefja mikla leit til þess að
finna slíka menn, því að meira er gott en ilt i veröldinni;
og eftir því hlutfalli, sem er milli hins góða og illa í
hverjum manni, getum við hjálpað, og eftir því er kost-
urinn á því takmarkaður.
Svo að hver maður ætti að hafa þetta tvent hugfast:
Gætið þess að lampar ykkar séu tendraðir, eins og
þið væruð að bíða eft;r drotni ykkar, því að það er hans
vilji, sem við gerum í þessu efni, og það er hans styrkur,
sem við færum ykkur. Okkur er úthlutað bænum til
andsvara, og það er hans svar, sem er sent með okkur
þjónum hans. Verið því á verði og gefið gætur að komu
okkar. Við kotnum í söinu erindum eins og þeir, sem
komu til Jesú í eyðimörkinni og í Getsemanegarðinum
(þó að eg búist við, að þeir haíi verið langtum æðri ver-
ur en eg).
Gætið þess, að hvatir ykkar séu háleitar og göfugar,