Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 51
MORGUNN
45
verið suður í Bournemoutb, óbreyttur leikmaður, en samt
fengið með einhverjum hætti læknisfræðilega vitneskju
um konu norður í Glasgow. Bersýnilegt hafi verið, að
enginn niaður á þessari jörð hafi þá vitað um, að ranglega
var getið til um sjúkdómsorsökina. Vissulega haíi sonur
hennar ekki vitað það, og fyrir þvi hafi hann eigi getað
lesið hugsanir hans-, sjúklingurinn hafi heldur ekki getað
vitað það; og þó að hún hefði vitað það, þá hafði hún
ekki getað sent hugekeyti um það manni, sem lienni var
með öllu ókunnugt um, að væri til. Læknirinn, sem stund-
aði konuna, vissi heldur ekki af því, að honum hafði
skjátlast; og hafi »undirvitund« hans af því vit'að, þá gat
hún ekki flutt þá hugsun sína til til rar. Turvey, því að
læknirinn vissi ekki heldur, að liann var til. Menn mega
ekki gleyma því, að sonur sjúku konunnar var honum
alókunnugur og að eins þangað koniinn sem fulltrúi ákveð-
inna atvinnurekenda.
I firata kaflanum er sagt frá svonefndum síma-sýnum
(Phone-voyance). Þær einkennilegu sýnir bar aldrei fyrir
hann, nema þegar hann var að tala við einhvern í síma.
Hann sá þá ýmislegt, sem var að gerast i sama herbergi
og sá var í eða nálægt þeim, sem hann var að tala við.
Síminn virtist með einhverjum hætti vera þar tengiliður,
þótt hann sæi ekki beinlínis gegnum símann. Skynjun
hans fór þá eigi altaf fram með sama hætti, en vanaleg-
ast svona (eg læt hann sjálfan segja frá):
»Eg virðist sjá gegnura geislabaug eða Ijósbaug (áru),
som er ljós-fjólublár að lit, eða dauf-fjólulitan eld, og sýn-
aBt Jogarnir frá honum cða neistarnir ekki þekja allan
gluggann, ef eg má nefna það svo, heldur láta miðjuna
eftir auða og litlausa, og i þeirri miðju birtist persónan
eða hluturinn, sem sést«.
Stundum var þessu öðruvisi farið. Þá var sem ein-
hver hluti vitundarlífsins smágreindist frá, og vitundirnar
yrðu tvær og væru sameinaðar á þræði — hvor á sinum
enda samtalslínunnar.