Morgunn - 01.06.1921, Blaðsíða 94
88
MORGUNN
spíritistum, fremur en öðrum mönnum, öðruvísi en óbein-
línis og með milliliðum. Að því leyti, sem þessi sann-
færing liggur á sviði skynseminnar, en ekki tilfinningar-
innar, er hún ályktun, sem dregin er af þekkingaratriðum.
Það eru þær ályktanir, sem spíritistar draga af þekk-
ingaratriðunum, sem presturinn hlýtur að eiga við, þegar
hann talar um »mannlegt hrákasmíði* ef hann veit nokk-
uð, við hvað hann á. Þekkingaratriðin sjálf, sannreynd-
irnar, geta aldrei verið neitt »hrákasmíði« — ekki fremur
í spíritismanum, en til dæmis að taka í náttúruvísindun-
um. Og fúslega skal eg kannast við það, að sumar þær
ályktanir, sem sumir spíritistar draga af sannreyndunum,
virðast mér í meira lagi vafasamar. En mundi ekki líkt
mega segja um sumar kenningar innan kristinnar kirkju?
Eg skal að eins benda á eina, til dæmis. Hún er prédik-
uð af einum trúarflokki úti um allan heim, og henni hefir
verið haldið að Islendirigum á síðustu áratugum. Hún er
sú, að frá andlátinu sofi menn til dómsdags, og þá verði
þeir vaktir af þeim svefni, til þess annaðhvort að ganga
inn í eilífa sælu eða til þess að brennast í eldi, þar til er
þeir ’tortímast með öllu til refsingar fyrir syndir þeirra
hér á jörðunni. Eg þekki engar kenningar einstakra
spíriti8ta, sem mér virðast fráleitari en þessi kenning. Það
væri jafn-ósanngjarnt að láta spíritismann í heild sinni bera
ábyrgð á hinura og öðrum firrum einstakra spíritista eins
og að láta kristnina alla bera, ábyrgð á sérkreddum Að-
ventista. En því held eg fram, að þær ályktanir, sem
spíritistar yflrleitt hafa dregið af sannreyndunum, séu skyn-
samlegar og einkar vel rökstuddar í mörgum bókum þeirra,
og sízt meira »hrákasmiði« en guðfræði kirkjunnar. Þær
hafa orðið að lífeskoðun, sem er svo fögur og háleit, að
spíritÍ8minn þarf ekki í því efni að fyrirverða sig fyrir
neinum, lífsskoðun, sem enginn prestur hefir neinn sið-
ferðilegan rétt til að illmæla, blátt áfram af þvi að önn-
ur betri er ekki á boðstólum á þessari jörð.
Loks er þriðja aðalástæða þess prests. Hún er sú, að.
*-